Kaupréttur
Kaupréttur er réttur manns til að kaupa eign án tillits til þess hvort eigandi hennar hefur tekið ákvörðun um að selja hana.[1]
Um kauprétt er fjallað í dómi Hæstaréttar frá 26. febrúar 2009 (402/2008) þar sem deilt var um kauprétt á hóteli. Í málinu var kaupréttarákvæði í leigusamningi sem gerði leigutakanum kleift að kaupa hótelið fyrir ákveðið verð.[2]
Munurinn á forkaupsrétti og kauprétti er sá að forkaupsréttur er réttur til að kaupa eign sem eigandi selur, með sömu skilmálum og eigandinn ætlar að selja. Kaupréttur er því víðtækari, en réttur kaupréttarhafa er ótengdur því hvort að eigandi ætlar að selja eign eða ekki.
Sjá einnig
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Sigríður Logadóttir (2003). Lög á bók. Mál og menning. bls. 261. ISBN 9979-3-2436-8.
- ↑ „Dómur“. www.haestirettur.is. Sótt 3. janúar 2024.