Kassagosi
Kassagosi er leikfang sem við fyrstu sýn er aðeins kassi, oft skrautlegur, með sveif á einni hliðinni. Sé henni snúið er sigurverk innra með kassanum sem spilar lag eða tónlist. Þegar lagið tekur enda, eða einhverstaðar í miðju þess, losnar hak frá króki inn í kassanum, þannig að lokið losnar og upp sprettur trúður (eða djöfull). Það er kassagosinn og er hann festur á botn kassans með gormi og rís upp þegar hakið gengur úr króknum. Ýmsar útgáfur eru til af kassagosum. Á frönsku er kassagosinn kenndur við djöfulinn: diable en boîte, sömuleiðis á þýsku: Schachtelteufel.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist kassagosa.