Kangaatsiaq
68°18′27″N 53°27′49″V / 68.30750°N 53.46361°V
Kangaatsiaq (eldri stafsetning Kangâtsiaq, nafnið þýðir Litliskagi) er bær á vesturströnd Grænlands og hluti af sveitarfélaginu Avannaata. Í bænum búa um 560 íbúar (2013) en að meðtöldum öðrum byggðum í grennd eru íbúar á svæðinu um 1400.
Fisk- og selveiðar eru aðalatvinnugreinar. Eitt fiskverkunarhús er í bænum sem aðallega vinnur þorsk og rækjur. Í hafinu við Kangaatsiaq lifa allflest sjávarspendýr sem fyrirfinnast við Grænlandsstrendur. Á vetrum eru hundasleðar og snjósleðar einu farartækin.
Tenglar
breyta- Myndir frá Kangaatsiaq Geymt 28 september 2007 í Wayback Machine
- Vefur Kangaatsiaq
- Geological Survey of Denmark and Greenland - jarðfræði Kangaatsiaq svæðisins Geymt 29 ágúst 2006 í Wayback Machine
- Upplýsingar fyrir ferðamenn Geymt 4 nóvember 2006 í Wayback Machine
- Upplýsingar um allar byggðir við Diskó-flóa