Knattspyrnufélag Rangæinga er knattspyrnufélag frá Rangárþingi. Félagið leikur nú í annari deild á Íslandi.

Saga breyta

Knattspyrnufélag Rangæinga er ungt félag á landsvísu, stofnað 1997 af hópi manna sem taldi brýna þörf á að samræma knattspyrnuiðkun í Rangárþingi.

Knattspyrna hefur verið stunduð um áratugaskeið í Rangárþingi eins og víða annarsstaðar. Ungmennafélögin kepptu sín á milli og tóku þátt í héraðsmótum, en árið 1976 var brotið blað í knattspyrnusögu Rangæinga en það ár tók Rangæskt lið í fyrsta sinn þátt í Íslandsmóti í knattspyrnu. Það var Umf. Hekla en þeir tóku sæti í 3. deild S.V.-riðli sem þá var neðsta deild. Hekla lék í 3. deild til ársins 1980 en árið eftir tók liðið ekki þátt í nýstofnaðri 4. deild.

Þetta reyndist síðasta árið sem Hekla tók þátt en Eyfellingar léku árin 1983,1984 og 1986. Árið 1989 skráði Umf. Baldur á Hvolsvelli sig til leiks en sú tilraun stóð aðeins yfir það eina ár.

Árin 1993 og 1996 tók þátt sameiginlegt lið Heklu og Baldurs í 4. deild. Segja má að H.B. hafi verið eins konar forveri K.F.R. þar sem þrettán leikmenn þess gengu til liðs við K.F.R. er það tók í fyrsta sinn þátt í Íslandsmóti 1997.

Árið 2007 var Meistaraflokkur endurvakin og skráður í 3. deildina. Fyrstu tvö árin gengu illa og náðust aðeins þrjú stig bæði árið 2007 og 2008. Sumarið 2009 náði K.F.R. 10 stigum. Því má frá greina að meðalaldur leikmanna liðsins var 21 ár.

Tenglar breyta

Heimasíða KFR