Kínalykill
Kínalykill (fræðiheiti Primula sikkimensis) er blóm af ættkvísl lykla sem var lýst af William Jackson Hooker.
Kínalykill | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Primula sikkimensis
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Primula sikkimensis Hook. | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Primula sikkimensis subsp. pseudosikkimensis (Forrest) W.W. Sm. & Forrest |
Lýsing
breytaKínalykill er einn af stærstu lyklunum, með blómstöngla að 90 sm. Blöðin eru öfugegglaga til oddbaugótt, oft glansandi og hrukkótt, dökkgræn, blaðleggurinn styttri en blaðkan. Blómin eru í einum eða tvem sveipum með 20 eða fleiri drjúpandi blóm á 10 sm. löngum, grönnum blómleggjum. Bjöllulaga blómin eru brennisteinsgul, rjómagul eða sjaldan beinhvít með sætan ilm.[1]
Útbreiðsla og búsvæði
breytaKínalykill vex í Himalajafjöllum; í Arunachal Pradesh, Sikkim og vestur Bengal, í 3000-4400 m. h. y. sjávarmáli. Þar vex hann í rökum jarðvegi og við árbakka.[2]
Ræktun
breytaHefur reynst vel hérlendis.[1]
Myndir
breytaTilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. september 2020. Sótt 26. júní 2016.
- ↑ http://www.flowersofindia.net/catalog/slides/Sikkim%20Primrose.html
Ytri tenglar
breyta