Kína dulsnigillinn ber vísindaheitin Cipangopaludina chinensisen:Chinese_mystery_snail og Bellamya chinensis og er af ættinni Viviparidae en:Viviparidae, en þar innan eru einar fjórar ættkvíslir og um 50 tegundir. Einnig er til ýmis almenn heiti á lífverunni eins og Japanese mystery snail, black snail eða trapdoor snail.

Kína dulsnigill

Vísindaleg flokkun
Ríki: Animalia
Fylking: Mollusca
Flokkur: Gastropodo
Ættbálkur: Architaenoglossa
Ætt: Viviparidae
Ættkvísl: Cipangopaludina
Tegund:
chinensis

Tvínefni
Cipangopaludina chinensis
(Gray, 1834)
Samheiti
  • Vivipara chinensis (Gray, 1834)
  • Viviparus chinensis malleatus (Reeve, 1863)
  • Viviparus japonicus
  • Viviparus stelmaphora
  • Paludina chinensis Gray, 1834 (original combination)
  • Paludina malleata
  • Paludina japonicus
  • Cipangopaludina chinensis (J. E. Gray, 1834)
  • Cipangopaludina malleata[1]

Lýsing breyta

Sniglar (gastropoda)[1] eru stærsti flokkur lindýra og lifa bæði á landi og legi. Þeir eru venjulega með höfuð og á þeim fálmara og fót á kviðnum. Kína dulsnigillinn er með tvö augu og tvo fálmara, fóturinn er með hreyfivöðva sem sem hjálpar sniglinum að bera sig um. Í munninum er skráptunga sem hjálpar við fæðuöflun hvort heldur er neytt jurta eða dýra. Í möttulholinu er fyrst og fremst meltingarvegurinn en einnig lifrin, hjartað,nýrað og kynkirtlarnir. Kína dulsnigillinn vinnur súefni úr sjónum í gegnum húðina. Taugakerfið er nokkuð þróað með heila og taugahnúta sem stjórna hreyfingum auk snerti- og efnaskynjunar. Hann er með kuðung (mollusca)en:Mollusca sem er undin upp og myndar hyrnu. Tegundir af ætthvíslinni cipangopaludina er hægt að greina út frá frekar stórum kúlulaga grunnvindingi  og egglaga munna. Þær getur lokað algjörlega fyrir munnann á kuðungnum svo eitur kemst ekki að honum og sem gerir hann einstaklega hæfan til að lifa í óhreinu vatni. Enginn renna eða hali er við munnann en einföld inn- og útrönd; munnanum er lokað með kalkenndri plötu ofan og aftantil á fætinum.

Kuðungurinn er keilulaga og þunnur en þéttur með með frekar háan hyrning en snubbóttan. Vindingarnir eru allir bumbulaga og saumurinn beinsettur og frekar djúpur. Grunnvindingurinn er lagstærstur og er ríflega helmingur af lengd kuðungsins. Halli hyrningsins er á bilinu  65° - 80° sé miðað við stefnu naflans sem er lítill og hringlaga neðan undir kuðungnum.  Kuðungur kína dulsnigilsins er ljós á litinn sem ungviði en olífugrænn með brúnum eða rauðm doppum er hann verður eldri. Innri litur kuðungsins er ljós eða ljósblár en snigillinn sjálfur er mjög dökkur allt að því svartur. Yfirborðið er frekar mjúkt viðkomu með sex til sjö vindingum. Kína dulsnigill er frekar stór tegund sem er venjulega um 4 cm á hæð og 3 cm á breidd.

Lífshættir og dreifing breyta

Þessi tegund lifir á botninum í  fersku vatni s.s. vötnum, straumléttum ám og jafnvel á hrísgrjónaökrm við hitastig frá 1°C til 26°C. Hún skríður eftir botninum sem gjarnan er leðjukenndur eða sendinn og skrapar upp næringarríka þörunga. Á veturna færir snigillinn sig á dýpra vatn. 

Hann er einkynja og fæðir lifandi afkvæmi allt að 100 í hvert sinn og í 170 skipti svo frjósemin er mikil eða á milli 400 til 500 afkvæmi yfir ævina. Kvendýrin bera  fósturvísa frá maí til ágúst og fæða frá júní til október. Karldýrin verða vanalega um þriggja ára gömul en kvendýrin um fimm ára. Snigillinn hefur ekki lungu og getur ekki lifað utan ferskvatns og þarf minnst 5ppm af kaslím í vatni og lifir ekki í súru vatni.           Snigillinn er upprunninn frá Austu-Asíu en hefur borist til Norður-Ameríku í gegnum asíska matarmarkaði og má víða finna hann í vötnum þar vestra. Það má rekja til þess að þeir hafa verið innfluttir lifandi og verið sleppt út í náttúruna.

Nýting og hættur breyta

Kína dulsnigillinn er einn af þremur algengustu ferskvatnssniglum sem finnast á mörkuðum í Kína og víðar í Austur – Asíu. Kjötið af sniglinum þykir einstaklega næringarríkt og gott með mikið prótíninnihald og nánast ekkert fituinnihald. Bæði dýr og menn éta hann af góðri lyst. Þá er hann hann notaður í ýmsar lækningavörur, í fóður og í fiskabúrum þar sem hann étur þörunga og þolir eiturinnhald í vatni. Þeir eru í samkeppni um fæðu við aðrar líverur og hafa sín áhrif á fæðukeðjur þeirra vistkerfa þar sem þeir lifa. Þá geta þeir stíflað vatnsinntök og lagst á kyrrstæða hluti í vatni eins og bryggjur. Þeim fylgir líka hætt á sjúkdómum þar sem þeir geta verið hýslar fyrir ýmis sníkjudýr sem eru eitruð og geta þar með borið smit í menn og aðrar lífverur.

 Heimildir breyta

  1. „Aquatic Invasive Species: Chinese Mystery Snail“. Indiana/US Department of Natural Resources, Division of Fish and Wildlife. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. ágúst 2007. Sótt 17. júlí 2007.

AIS. (e.d.) Chinese mystery snail. Sótt 6. febrúar 2017 af http://www.in.gov/dnr/files/CHINESE_MYSTERY_SNAIL.pdf Geymt 10 febrúar 2017 í Wayback Machine

Ingimar Óskarsson. (1982). Skeldýrafána Íslands. Reykjavík: Ingimar Óskarsson.

Kipp, R.M., A.J. Benson, J. Larson, and A. Fusaro. (2017). Cipangopaludina chinensis malleata. Nonindigenous Aquatic Species Database: Gainesville, FL. Sótt 5. febrúar 2017 af https://nas.er.usgs.gov/queries/factsheet.aspx?SpeciesID=1045 Geymt 25 maí 2017 í Wayback Machine

Köhler, F., Do, V. & Jinghua, F. (2012). Cipangopaludina chinensis. The IUCN Red List of Threatened Species. Sótt 11. febrúar 2017 af https://doi.org/10.2305/IUCN.UK.2012-1.RLTS.T166265A1124988.en

SeaGrant. (e.d.). Chinese mystery snail. Sótt 6. febrúar 2017 af http://seagrant.wisc.edu/Home/Topics/InvasiveSpecies/InvasiveSpeciesFactSheets/Details.aspx?PostID=1950 Geymt 9 maí 2015 í Wayback Machine

The Main Invasion. (e.d.). Chinese Mystery Snail, Cipangopaludina chinensis malleatus Chinese Mystery Snail, Cipangopaludina chinensis malleatus. Sótt 6. febrúar 2017 af https://sites.google.com/a/rsu5.org/invasive/maine-invasive-species/chinese-mystery-snail-cipangopaludina-chinensis-malleatus Geymt 5 janúar 2020 í Wayback Machine

Waltz, Jarid. (2008). Chinese mystery snail. Sótt 6. febrúar 2017 af http://depts.washington.edu/oldenlab/wordpress/wp-content/uploads/2013/02/Bellamya-chinensis_Waltz.pdf

Wikipedia. (e.d). Chinese mystery snail. Sótt 6. febrúar 2017 af https://en.wikipedia.org/wiki/Chinese_mystery_snail

.