Kælan Mikla
íslensk hljómsveit
Kælan Mikla er íslensk indie-rokk, synthpunk, darkwave og postpunk hljómsveit sem stofnuð var árið 2013 af Laufeyju Soffíu, Margréti Rósu Dóru-Harrysdóttur og Sólveigu Matthildi Kristjánsdóttur. Þær kynntust í MH og tóku þátt í ljóðaslammi Borgarbókasafnsins sem leiddi til stofnun Kælunnar Miklu. [1] Hljómsveitin sækir innblástur í íslenskar þjóðsögur, þjóðlög, drunga og fantasíur.
Sveitin hefur spilað á hátíðum í Evrópu og Bandaríkjunum og hitað upp fyrir Robert Smith í The Cure, Pixies, Placebo og frönsku post-metal sveitina Alcest.
Plötur
breyta- Kælan Mikla (2016)
- Mánadans (2017)
- Nótt eftir nótt (2018)
- Undir köldum norðurljósum (2021)
Tengill
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Kælan Mikla - Undir köldum norðurljósum Rúv, sótt 24/1 2022