José Sócrates

Forsætisráðherra Portúgals

José Sócrates Carvalho Pinto de Sousa (fæddur í Vilar de Maçada þann 6. september, 1957) er portúgalskur stjórnmálamaður, fyrrum formaður Sósíalistaflokks Portúgals og 15. forsætisráðherra landsins, frá 12. mars 2005 til 21. júní 2011.

José Socrates

José Sócrates er verkfræðingur og hefur verið meðlimur sósíalistaflokksins síðan 1987. Árið 1995 gerðist hann umhverfisráðherra í fyrstu ríkisstjórn António Guterres. Tveimur árum síðar varð hann ráðherra íþrótta og heilsumála. Hann tók aftur sæti umhverfisráðherra í annarri ríkisstjórn António Guterres og var í stjórnarandstöðu frá árinu 2002 þegar flokkur Durão Barroso komst til valda. Hann var kosinn formaður sósíalistaflokksins með 80% atkvæða í september árið 2004. José Sócrates var jafnframt einn af skipuleggjendum Evrópumótsins í knattspyrnu sem haldið var árið 2004 í Portúgal.

Hann er fráskilinn og á tvö börn.

  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.