John Hicks
John Richards Hicks (f. 8. apríl 1904 – d. 20. maí 1989) var breskur hagfræðingur. Hann er talinn vera einn mikilvægasti og áhrifamesti hagfræðingur 20. aldarinnar. Helstu framlög Hicks til hagfræðinnar var eftirspurnarkenning hans og IS-LM módelið.
Árið 1972 vann hann nóbelsverðlaunin í hagfræði saman með Kenneth Arrow fyrir framlag þeirra til kenninga varðandi jafnvægi í hagkerfum og velferðarkenningar.[1]
Ævi og störf
breytaHicks fæddist árið 1904 í Warwick á Englandi.[2] Hann var við nám í Clifton College á árunum 1917-1922 og við Balliol College, Oxford á árunum 1922–1926. Hann einblíndi á stærðfræði á fyrsta ári sínu við Oxford en hann hafði einnig áhuga á sagnfræði og bókmenntum. Árið 1923 færði hann sig í heimspeki-, stjórnmála- og hagfræði. Hann útskrifaðist með hæstu einkunn og sagði sjálfur hafa “enga fullnægjandi hæfni í neinu af þeim greinum” sem hann lærði.[3]
Á árunum 1926 til 1935 kenndi Hicks hagfræði við London School of Economics. Hann byrjaði að kenna vinnumarkaðshagfræði en færði sig svo meira yfir í hagfræðigreiningu þar sem hann gat nýtt sér stærðfræðikunnáttu sína. Frá 1935 til 1938 kenndi hann við Cambridge háskóla þar sem hann skrifaði Value and Capital (1939).[4] 1938 til 1946 var hann prófessor við háskólann í Manchester þar sem hann einbeitti sér að rannsóknum í velferðarhagfræði. Árið 1946 snéri hann aftur til Oxford fyrst sem rannsakandi við Nuffield College (1946–1952), síðar sem prófessor í hagfræði (1952–1965) við Drummond og að lokum sem rannsakandi við All Souls College (1965–1971).[5]
Framlag til hagfræðinnar
breytaHicks hóf sinn feril sem vinnumarkaðshagfræðingur og gaf út bókina the Theory of wages (1932).
Þekktastur varð Hicks fyrir bók sína Verðmæti og Fjármagn (e. Value and Capital) sem kom út árið 1939. Bókin byggði á nytsemiskynningum og innleiddi greinarmun á staðgönguáhrifum og tekjuáhrifum fyrir einstaklinga. Skrif hans kynntu einnig almennu jafnvægiskenninguna (e. General equilibrium theory).
Frægasta framlag Hicks í þjóðhagfræði var IS-LM líkanið. Líkanið túlkaði kenningu John Maynard Keynes og lýsti hagkerfinu sem jafnvægi á milli þriggja liða: fjármagns, neyslu og fjárfestingar.[6]
Hicks afsannaði þá kenningu Marx að vinnusparandi tækniframfarir myndu endilega draga úr hlut vinnuafls í tekjum.
Einnig fann hann upp á leið til þess að reikna út áhrif stefnubreytinga ríkisstjórna og stakk upp á ábatagreiningu sem ber saman ábata þeirra sem græða á móti tapi þeirra sem bíða lægri hlut. [7]
Verðmæti og Fjármagn
breytaBókina Verðmæti og Fjármagn birti Hicks árið 1939. Í henni eru 19 kaflar og er bókinni skipt í inngang, fjóra hluta og viðauka. Fyrsti hlutinn kallast kenningin um huglægt gildi (e. The theory of subjective value), sá næsti kallast heildarjafnvægi (e. general equilibrium theory), þriðji kaflinn Undirstöður efnahagsframfara (e. The foundations of economic dynamics) og loks virkni kraftmikils kerfis (e. The working of the dynamic system). Bókin byrjar með einfalt vandamál neytenda og dregur ályktanir útfrá því: Neytandi hefur takmarkað magn fjár til þess að eyða í tvo hluti. Höfundur veltir upp spurningunni hvað ákvarði magn af sitthvorum hlut sem neytandi kaupir? Takmörkin, sem sett eru á nytjafallið og eftirspurnarjafnvægi, útskýrir útgjaldaskorð neytendans. Þessi tilgáta ýtir undir fræðilega niðurstöðu verðbreytingar á einni af vörunum á því magni sem neytandinn neytir af hverri vöru. Tilgátan útskýrir breytingu yfir í staðgönguáhrif og tekjuáhrif. [8]
Áhrif rannsókna á rekstrarhagfræði voru mikil og hugmyndir, sem kynntar voru í bókinni, þróuðu rekstrarhagfræði áfram sem fræðigrein. Meðal annars sýndi Hicks fram á að margt sem hagfræðingar trúa á um virðiskenningu sé hægt að finna út án þess að nytjar séu mælanlegar. [7]
IS-LM líkanið
breytaIS-LM líkanið eða Hicks-Hansen líkanið er þjóðhagfræðilíkan sem sýnir samband vaxta og eigna. IS-LM líkanið útskýrir aðallega tvo hluti, í fyrsta lagi útskýrir það breytingu á þjóðartekjum (GNI) til skemmri tíma þar sem verðlag breytist ekki og í öðru lagi útskýrir það breytingu á heildareftirspurnarferli. Því hentar þetta líkan vel til þess að greina hagsveiflur og viðeigandi viðbrögð við þeim. [9]
Hicks þróaði líkanið árið 1937 og síðar bætti Alvin Hansen við það. Líkanið er stærðfræðileg framsetning á keynesískum þjóðhagfræðikenningum. Á fimmta áratug upp að miðjum áttunda áratug 20. aldar var líkanið megin tæki í þjóðhagfræði rannsóknum en síðan þá hefur það aðallega verið notað sem kennslutæki í þjóðhagfræði. [10]
Tilvísanir
breyta- ↑ „The Sveriges Riksbank Prize in Economic Sciences in Memory of Alfred Nobel 1972“. NobelPrize.org (bandarísk enska). Sótt 10. október 2022.
- ↑ John Creedy (2011). John and Ursula Hicks. Department of Economics, The University of Melbourne. ISBN 9780734044761.
- ↑ „The Sveriges Riksbank Prize in Economic Sciences in Memory of Alfred Nobel 1972“. NobelPrize.org (bandarísk enska). Sótt 10. október 2022.
- ↑ Science, London School of Economics and Political. „Sir John Hicks“. London School of Economics and Political Science (bresk enska). Sótt 10. október 2022.
- ↑ „The Sveriges Riksbank Prize in Economic Sciences in Memory of Alfred Nobel 1972“. NobelPrize.org (bandarísk enska). Sótt 10. október 2022.
- ↑ Hicks, John (1. desember 1980). „IS-LM: An Explanation“. Journal of Post Keynesian Economics. 3 (2): 139–154. doi:10.1080/01603477.1980.11489209. ISSN 0160-3477.
- ↑ 7,0 7,1 „Sir John R. Hicks | British economist | Britannica“. www.britannica.com (enska). Sótt 30. október 2022.
- ↑ John Hicks (1939, 2nd ed. 1946). Value and Capital: An Inquiry into Some Fundamental Principles of Economic Theory. Oxford: Clarendon Press.
- ↑ Gordon, Robert J. (2009). Macroeconomics (11th ed. útgáfa). Boston: Pearson/Addison-Wesley. ISBN 978-0-321-48551-9. OCLC 173218791.
- ↑ An eponymous dictionary of economics : a guide to laws and theorems named after economists. Julio Segura, Carlos Rodríguez Braun. Cheltenham, UK: Edward Elgar Pub. 2004. ISBN 1-84542-360-7. OCLC 58540216.