Jimmy Dore

James Patrick Anthony „Jimmy“ Dore (fæddur 26. júlí 1965) er bandarískur uppistandari og pólitískur fréttaskýrandi hjá netstöðinni The Young Turks. Hann ólst upp með níu systkinum í Chicago, og er af pólsku og írsku bergi brotinn. Hann hefur komið fram í ófáum spjallþáttum, netvörpum og sömuleiðis hjá Comedy Central. Jimmy er giftur Stef Zamorano, sem starfar með honum á TYT. Þau búa í Pasadena í Kaliforníu.

TenglarBreyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.