Jamestown (Sankti Helenu)

Bær á eyjunni Sankti Helenu

Jamestown er bær á eyjunni Sankti Helenu í Atlantshafi og höfuðstaður breska handanhafssvæðisins Sankti Helenu, Ascension og Tristan da Cunha. Bærinn var stofnaður af Breska Austur-Indíafélaginu árið 1659. Napoleon Bonaparte bjó þar um stutt skeið í upphafi útlegðar sinnar 1815.

Miðborg Jamestown séð ofan frá úr Jakobsstiganum.

Íbúar í Jamestown eru rúmlega 600 talsins og fer fækkandi. Bærinn er ekki lengur stærsta byggðin á eyjunni.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.