Jaðarpersónuleikaröskun
(Endurbeint frá Jaðar persónuleikaröskun)
Jaðarpersónuleikaröskun (e. borderline personality disorder) er geðröskun sem lýsir sér í því að sá sem þjáist af henni sýnir mikinn óstöðugleika, sem felur í sér miklar skapsveiflur, óstöðuga sjálfsímynd og hvatvísi. Þegar þessir eiginleikar sameinast verður það til þess að einstaklingurinn á í mjög óstöðugum samböndum.
Viðkomandi sveiflast í skapinu frá kvíða, þunglyndi og bráðlyndis frá nokkrum klukkutímum til nokkurra daga. Tilfinningar þeirra virðast alltaf vera í stanslausum árekstrum við umheiminn og þau eru þá líklegri til að fá reiðiköst sem brýst stundum út í líkamlegri árásargirni og ofbeldi. Margir finna fyrir mikilli tómleikatilfinningu, og sumir skaða sig.