Jaðar (mengjafræði)

(Endurbeint frá Jaðar)

Jaðar í mengjafræði á við mismengi lokunar og iðurs tiltekins mengis, en stök þess mengis kallast jaðarpunktar og þeir geta verið teljalegir eða óteljalegir.

Skilgreining

breyta

Punktur p kallast jaðarpunktur í menginu S ef og aðeins ef sérhver lokuð kúla um p á sér stök bæði úr S og úr fyllimengi þess, Sc. Fyllimengið hefur sama jaðar og S sjálft.

Mengi allra jaðarpunkta mengisins kallast jaðar þess, og er það gjarnan táknað  . Aðgát skal þó höfð, þar sem að táknið   er einnig notað til þess að tákna hlutafleiður.

Tengt efni

breyta