Jöklar h.f. var íslenskt skipafélag stofnað 1947. Fyrirtækið rak tvö lítil frystiskip framan af en upp úr 1960 var fyrirtækið komið með stærri skip sem fluttu frosinn fisk út og vörur heim. Samkeppnin við Eimskipafélag Íslands reyndist fyrirtækinu um of og um miðjan sjöunda áratuginn hafði Eimskipafélaginu tekist að bola Jöklum burt með undirboðum.