Jónas Sigurðsson
Jónas Sigurðsson eða Jónas Sig (fæddur 1974) er íslenskur tónlistarmaður. Hann kemur fram sem sólólistamaður og með hljómsveit sinni Ritvélar Framtíðarinnar Jónas öðlaðist fyrst frægð með fyrri hljómsveit sinni Sólstrandargæjarnir sem gáfu út lagið ,,Rangur maður" á 10. áratug 20. aldar. Eftir að sú hljómsveit liðaðist í sundur hélt Jónas til Danmerkur þar sem hann vann fyrir Microsoft. Hann sneri aftur árið 2007 til Íslands og hóf tónlistarferil. [1]
Jónas Sig | |
---|---|
Fæddur | Jónas Sigurðsson 5. apríl 1974 Reykjavík, Íslandi |
Ár virkur | 1993 – í dag |
Stefnur | Popp, Rafpopp |
Útgáfufyrirtæki | Aþþol Sjálfsútgáfa Cod Music Alda Music |
Samvinna | Lúðrasveit Þorlákshafnar Ritvélar Framtíðarinnar Sólstrandargæjarnir |
Vefsíða | Fésbókarsíða |
Ritvélar Framtíðarinnar:
- Stefán Örn Gunnlaugsson (hljómborð)
- Ingi Björn Ingason (bassi)
- Ómar Guðjónsson (gítar)
- Rósa Guðrún Sveinsdóttir (saxófónn, bakraddir)
- Steinar Sigurðarson (saxófónn)
- Snorri Sigurðarson og Kjartan Hákonarson (trompet)
- Samúel Jón Samúelson (trombóna)
- Kristinn Snær Agnarsson (trommur)
- Kristjana Stefánsdóttir (glockenspiel, slagverk og bakraddir).
Breiðskífur
breyta- Þar sem malbikið svífur mun ég dansa (2007)
- Allt er eitthvað (2010)
- Þar sem himin ber við haf (2012)
- Milda hjartað (2018)
Smáskífur
breyta- "Þyrnigerðið" (2010)
- "Hafið er svart" (með Lúðrasveit Þorlákshafnar, 2014)
- "Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá" (2015)
Tilvísanir
breyta- ↑ Skuldir, þunglyndi, alkóhólismi og Danmörk Rúv, skoðað 2. janúar 2020