Jón frá Pálmholti
Jón frá Pálmholti (fæddur Kjartansson 25. maí 1930 í Pálmholti, Arnarneshreppi, í Eyjafirði, dáinn á heimili sínu 13. desember 2004) var rithöfundur og þekktur baráttumaður fyrir bættum hag efnalítils fólks. Eftir hann liggja fjölmörg ritverk, ljóðabækur, skáldsögur, ævisögur, þýðingar, auk fjölda blaða- og tímaritagreina.
Ferill
breytaJón Kjartansson fæddist 25. maí árið 1930 í Pálmholti, Arnarneshreppi, í Eyjafirði. Hann var sonur hjónanna Kjartans Ólafssonar bónda og Þuríðar Jónsdóttur húsmóður. Jón lauk gagnfræðaprófi frá héraðsskólanum á Laugum 1954, stundaði nám við Kennaraskóla Íslands 1955-1957 og stundaði einnig nám í Námsflokkum Reykjavíkur og Félagsmálaskóla alþýðu.
Jón var barnakennari á árunum 1955-1957. Samhliða ritstörfum vann hann ýmis störf á árunum 1957-1979, m.a. gullsmíði, steinsmíði hjá Steinsmiðju Sigurðar Helgasonar. Hann var starfmaður Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar 1979-1989.
Jón átti frumkvæði að stofnun Leigjendasamtakanna árið 1978 og var formaður þeirra á árunum 1978-1985 og 1989-2001. Hann var aðaldriffjöður þeirra samtaka og mjög þekktur fyrir skrif sín í þágu þeirra. Hann vann kauplaust fullt starf hjá samtökunum um árabil.
Jón var einn stofnfélögum Rithöfundasambands Íslands og sat hann þar í stjórn 1962-1963 og 1971-1973.
Árið 1972 var Jón einn stofnenda Ásatrúnarfélagsins og sat hann í stjórn félagsins á árunum 1979-1988.
Eftir Jón liggur fjöldi blaðagreina enda talinn á sínum tíma einn ötulasti og einlægasti málsvari láglaunafólks á Íslandi.
Jón giftist Ingibjörgu Gunnþórsdóttur en þau skildu. Þau eignuðust tvö börn en auk þess eignaðist Jón eitt barn með Steinunni Ósk Magnúsdóttur.
Ljóðabækur
breytaHelstu ljóðabækur Jóns frá Pálmholti eru:
- Ókomnir dagar. Ljóð. 1958
- Hendur borgarinnar eru kaldar. Ljóð. 1961
- Blómin við gangstíginn. Ljóð. 1967.
- Undir hamrinum. Ljóð. 1973.
- Vindurinn hvílist aldrei. Ljóð. 1978.
- Þak yfir engið. Ljóð. 1980.
- Heimsmyndir. Ljóð. 1982.
- Lífsgrundvöllur. Ljóð. 1983.
- Teigahverfin. Pólitísk nútímaljóð. 1987.
- Brosið í augum fuglanna. (Valin ljóð 1989-1992). 1992.
- Hin eilífa nútíð. Ljóð. 1994.
- Söngvar um lífið. (valin ljóð frá 1958-1988). 1995.
- Og þögnin getur sungið. Ljóð. 2000.
- Söngur í mannhafinu. Ljóð. 2004.
Önnur rit hans eru:
- Orgelsmiðjan, skáldsaga, 1965.
- Tilgangur lífsins- Safn 12 smásagna, 1968.
- Vísur Æva Tobba, 1972.
- Ferðin til sædýrasafnsins, barnabók 1979.
- Ljóð og tár, þýðingar á ljóðum kúrdíska skáldsins Goran, 1991.
Nokkur ljóð eftir Jón frá Pálmholti birt í dagblöðum og tímaritum
breyta- „Verkfallssálmur“, Þjóðviljinn, 97. tbl., bls. 9, 1. maí 1955.
- „Íslensk vorljóð“, Frjáls þjóð: 20. tbl., bls. 6, 20. maí 1955.
- „Fyrr og nú í Stapafelli“, Frjáls þjóð: 50. tbl., bls. 7, 20. desember 1955.
- „Á fullveldisdaginn 1954“, Frjáls þjóð: 31. tbl., bls. 5, 7. júlí 1956.
- „Tvö kvæði“, Frjáls þjóð, jólablað, bls. 3, 1957.
- „Rukkarinn mikli“, Frjáls þjóð, bls. 15, jólablað 1957.
- „Nóttin nær ekki að gráta“, Þjóðviljinn, 289 tbl. bls. 5, 18. desember 1958.
- „Lífskjörin og frelsið", Þjóðviljinn, 98 tbl. bls. 7, 1. maí 1960.
- „Ágúst Haraldsson verkamaður, Hjalteyri - minning", Dagur, 10 tbl. bls. 5, 1. mars 1961.
- „Við spyrjum hvert annað", Þjóðviljinn, 181 tbl. bls. 10, 15. ágúst 1962.
- „Júníljóð", Þjóðviljinn, 141 tbl. bls. 2, 28. júní 1962.
- „Undir norðurveggjunum“, Neisti: 1. tbl., bls. 9, 1. október 1963.
- „Á öld kjarnorkunnar“, Neisti: 1. tbl., bls. 9, 1. október 1963.
- „Samtíð“, Þjóðviljinn: 97. tbl., bls. 6, 1. maí 1963.
- „Ást“, Verkamaðurinn: 36. tbl., bls. 5, 11. október 1963.
- „Undir útvegsbankanum (úr samnefdum ljóðaflokki)“, Þjóðviljinn: 133. tbl., bls. 5, 17. júní 1964.
- „Eitt er það ljóð“ (Ort til Jónasar Svafár), Þjóðviljinn: 22. tbl., bls. 254, 10. mars 1965.
- „LÖNGUN“, Þjóðviljinn- fylgirit Sunnudagur: 2. tbl., bls. 16, 17. janúar 1965.
- „Glasgow“, Neisti: 2. tbl., bls. 41, 1. júní 1968.
Heimildir
breyta- Fréttablaðið, „Jón frá Pálmholti“ (Jón sagður „einn ötulasti og einlægasti málsvari láglaunafólks á Íslandi“), 344 tölublað, bls. 26, 16. desember 2004.