Jón Bjarnason (bóndi)

Jón Bjarnason (1791–1861) frá Þórormstungu í Vatnsdal var bóndi og sjálfmenntaður fræðimaður. Á árunum 1845–1852 vann Jón 9 binda alfræðiverk fyrir alþýðu um náttúrufræði, landafræði og ýmsan annan hagnýtan fróðleik.

Ævi og störfum Jóns er gerð skil í bókinni Bóndinn, spendýrin og fleiri undur alheimsins (2014) eftir Árna H. Kristjánsson og Sigurð Gylfa Magnússon. Í bókinni er einnig orðréttur fyrsti hluti alfræðiverksins. Bókin varpar ljósi á heimsmynd bónda á Íslandi um miðja 19. öld og hvernig óskólagenginn alþýðumaður gat nýtt sér tiltæka þekkingu.[1]

Tengill

breyta

Heimildir

breyta
  1. Háskólaútgáfan. http://haskolautgafan.hi.is/b%C3%B3ndinn_spend%C3%BDrin_og_fleiri_undur_alheimsins Geymt 31 ágúst 2015 í Wayback Machine
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.