Jóhann Smári Karlsson

Jóhann Smári Karlsson (f. 30. júní 1961) er íslenskur ljósmyndari, sem ólst upp í Reykjavík. Hann hefur sýnt myndir sínar síðan á fjöldanum öllum af samsýningum sem og einkasýningum, meðal annars á Ítalíu, Tékklandi og Íslandi.[1][2] Ásamt því að taka þátt í og halda sýningar, hefur Jóhann Smári fengið ljósmyndir sínar birtar í mörgum miðlum, dagblöðum, tímaritum og í sjónvarpi.[3][4]

Jóhann Smári fylgdist vel með Búsáhaldabyltingunni á Íslandi sem fór fram veturinn 2008 og hefur sýnt myndir sínar frá henni á einkasýningunni Revolution, sem hefur farið víða á Ítalíu.[1] Jóhann Smári var kosinn ljósmyndari ársins 2009 af danska ljósmyndablaðinu Zoom -Danmarks Professionelle Fotomagasin.[5] Jafnframt heldur hann úti vef um útilistaverk í Reykjavík.[6]

Einkasýningar breyta

  • Ráðhúsi Reykjavík við feðgin 26.april – 11.mai 2008
  • Energia Smáralind ORANGE 1 – 31 mai 2008
  • Energia Smáralind SAMspil 1.mars – 30. April 2009
  • Ráðhús Reykjavík 3 – 18 júl 2010
  • Hún og hún skólavörðustíg 24. Júl - ág 2010

þess má geta að myndir hans frá búsáhaldabyltingunni komu fram í sjónvarpsþættinum Silfur Egils og í fyrirlestrum Guðmundar Odds Magnússonar um myndbirtingu búsáhaldabyltingarinnar.


Samsýningar breyta

Jóhann tók þátt í sameiginlegri ljósmyndarkeppni íslenska flickr notenda, flickr-flakk og heljastökk í Ljósmyndarsafni Reykjavíkur. Flickr.com vefurinn er myndasíða á netinu og ljósmyndarasamfélag. Hluti af þessari sýningu var settur upp á Íslenskri menningarhátíð í prag, Tékklandi, í október 2007, þar á meðal voru verk Jóhanns.[7] Íslenski flickr hópurinn setti jafnframt upp sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur í maí 2008, undir nafninu flickr@iceland.

Aðrar samsýningar Jóhanns eru:

  • Ingólfsnaust V/ menningarnætur / verðlaunahafar desember 2007
  • Smáralind rautt í focus 21. Nóv – 11. Desember 2008
  • Ráðhús Reykjavík styktarsyning nov – des 2009
  • Galleri Fold úr iðrum jarðar 15. Mai –allt sumar 2010

Útgáfur breyta

Jóhann sendi inn myndir í keppnina Grand Prix 2009, haldin af danska ljósmyndarablaðinu Zoom. Í aprílmánuði ársins sendi hann inn myndina Hvor er himmerlige[8] og myndirnar Natur[9] og På månen[10] í september og október sama árs. Síðasta mynd Jóhanns í keppninni var Der kommer fremmende[11], í desember á árinu, en hún var valin vinningsmynd ársins, í janúar 2010. Jóhann var jafnframt valinn ljósmyndari keppninar.[12] Vinningsmynd Jóhanns í Grand Prix 2009 var síðar valin af National Geographic sem mynd dagsinns, 11. maí 2010[13] og í ljósmyndarsyrpu fyrstu viku maí.[14]

Aðrar útgáfur Jóhanns eru:

  • what digital camera ein mynd nature´s palette desember 2007
  • Reykjavík Living photo focus grein um hann og myndir á sex blaðsíðum 2008
  • Lifandi Vísindi myndir hafa byrst í einum tíu eintökum frá 2009 – 2010
  • atlantica On the fly grein og mynd blað no.4. july – august 2010
  • Augnasinfonía Myndlist Braga Ásgeirssonar í sextíu ár, fimm ljósmyndir teknar á vinnustofu Braga og nokkrar af málverkum 2008


Tenglar breyta

Útilistaverk í Reykjavík Geymt 2 nóvember 2010 í Wayback Machine
Ítalska sýningin Revolution


Tilvísanir breyta

<references>
  1. 1,0 1,1 „Revolution“ (ítalska). Sótt 25. september 2010.
  2. „Sýningar fókusfélaga“. Sótt 25. september 2010.
  3. „Nature´s Palette“. What digital camera. IPC Media (desember). 2007.
  4. „Photo of the day, May 11, 2010 Geothermal Spring, Iceland“. Sótt 25. september 2010.
  5. „Grand Prix 2009“. janúar 2010. bls. 19. Sótt 26. september 2010.
  6. „Nýr vefur um útilistaverk í Reykjavík“. Sótt 25. september 2010.
  7. „Flickr-flakk og heljarstökk“. Sótt 28. september 2010.
  8. „Zoom Danmarks Professionelle Fotomagasin nr.2 2009“ (danska). 30. apríl 2009. bls. 26. Sótt 28. september 2010.
  9. „Zoom Danmarks Professionelle Fotomagasin nr.4 2009“ (danska). 30. september 2009. bls. 24. Sótt 28. september 2010.
  10. „Zoom Danmarks Professionelle Fotomagasin nr.5 2009“ (danska). 30. október 2009. bls. 22. Sótt 28. september 2010.
  11. „Zoom Danmarks Professionelle Fotomagasin nr.6 2009“ (danska). 3. desember 2009. bls. 21. Sótt 28. september 2010.
  12. „Zoom Danmarks Professionelle Fotomagasin nr.1 2010“ (danska). 11. mars 2010. bls. 19. Sótt 28. september 2010.
  13. „National Geographic photo of the day, May 11“ (enska). Sótt 28. september 2010.
  14. „National Geographic Daily Dozen“ (enska). Sótt 28. september 2010.