Jákvæður sálfræðilegur auður
Jákvæður sálfræðilegur auður er skilgreindur sem jákvætt ástand hjá einstaklingi sem er í þróun og einkennist af sjálfstrausti, bjartsýni, von og seiglu.
Inngangur
breytaUm aldir hefur sálfræðin fyrst og fremst verið að fást við andleg bágindi. Á síðasta hluta 10. áratugarins kom fram nýtt svið innan sálfræðinnar sem hefur verið kallað jákvæð sálfræði.
Jákvæð sálfræði, rannsóknir á æskilegri virkni einstaklings, er tilraun til að bregðast við kerfisbundnum villum sem að hafa verið á rannsóknum í sálfræði, aðalega með því að beina athyglinni að tveimur sígildum en gleymdum gildum:
- Að hjálpa venjulegu fólki að lifa gefandi og tilgangsríku lífi.
- Að átta sig fyllilga á þeim möguleika sem býr í fólki.