Ischia
Ischia er lítil eldfjallaeyja í Tyrrenahafi undan strönd Ítalíu, um 30 km frá Napólí. Eyjan er mjög þéttbýl með yfir 60 þúsund íbúa. Hún er frá fornu fari þekkt fyrir heitar laugar og baðstaði og er í dag vinsæll áfangastaður ferðamanna. Eyjan er sögusvið Tinnabókarinnar Tintin et l´alph-art sem höfundi Tinna, Hergé, auðnaðist ekki að ljúka fyrir andlát sitt og kom út að honum látnum árið 1986. Ischia kemur sömuleiðis við sögu í bókum ítalska rithöfundarins Elenu Ferrante, þ.e. svonefndum Napólífjórleik um tvær vinkonur í Napólí á fimmta áratugnum.
Heimildir
breytaFyrirmynd greinarinnar var “Ischia” á ensku útgáfu Wikipediu. Sótt 27.11.2022.