Iridium getur líka átt við frumefnið iridín.

Iridium er raddsíma- og gagnaþjónusta á tíðnibili L fyrir gervihnattasíma, símboða og innfelld fjarskiptakerfi sem nær yfir allt yfirborð Jarðar með yfir 80 gervihnöttum í eigu fyrirtækisins Iridium Communications. Fyrirtækið var stofnað árið 1987 og tæknin var þróuð í verktöku af Motorola milli 1993 og 1998. Kerfið hóf starfsemi 1. nóvember 1998. Gervihnettir fyrirtækisins voru sendir á braut um Jörðu frá 1997 til 2002. Fyrirtækið varð gjaldþrota 1999 en var bjargað af bandarískum stjórnvöldum. Árið 2017 var hafist handa við að senda út annarrar kynslóðar gervihnetti, Iridium-NEXT.

Líkan af Iridium-gervihnetti.

Kerfið notast við 66 gervihnetti á lágbraut um Jörðu í um 781 km hæð, auk varahnatta ef bilun verður. Kerfið er með gáttir við önnur símkerfi í fjórum jarðstöðvum, á Svalbarða, í Tempe í Arisóna, í Fairbanks í Alaska og Punta Arenas í Chile. Kerfið var vottað samkvæmt GMDSS-staðlinum fyrir fjarskipti á sjó í janúar 2020, en áður var Inmarsat eina gervihnattasímkerfið sem fengið hafði slíka vottun.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.