Inna er miðlægt, vefrænt upplýsingakerfi framhaldsskóla á Íslandi og inniheldur upplýsingar um stóran hluta þess sem við kemur skólagöngu flestra nema í íslenskum framhaldsskólum s.s. námsferil, skólasókn og stundatöflu. Þrátt fyrir að Inna sé aðallega hugsað sem upplýsingakerfi ber það örlítinn vott af því að vera fjarvinnukerfi en möguleikar kerfisins í þeim efnum eru mjög takmarkaðir.

Kerfið er þróað í verktöku af Advania fyrir menntamálaráðuneytið en það var fyrst tekið í notkun árið 2001.

Undirkerfi

breyta

Inna skiptist í tvo hluta sem hafa hvor sinn tilganginn. Annar er til að stjórna og breyta upplýsingum fyrir hönd skóla en hinn er fyrir nemendur.

Inna fyrir skóla

breyta

Starfsmenn skóla, s.s. áfangastjórar, kennarar og námsráðgjafar notast við sérstakt kerfi þar sem þeir geta séð upplýsingar um alla nemendur sína og síns skóla auk þess sem þeir geta breytt upplýsingum um þá nemendur, merkt inn fjarvistir og skráð einkunnir svo eitthvað sé nefnt. Útgáfunúmer þessa hluta er nú 1.0.

Inna fyrir nemendur

breyta

Nemendur hafa sér aðgang að kerfinu þar sem þeir komast í upplýsingar um sig og sína skólagöngu og geta breytt námsáætlun svo eitthvað sé nefnt. Þessi hluti kerfisins er enn ókláraður.