Ingvar (kútter)

(Endurbeint frá Ingvarssysið)

Ingvar var kútter sem fórst í ofsaveðri þann 7. apríl árið 1906, skammt undan landi í Viðey og fórust allir um borð, samtals 20 menn (sumar heimildir segja 19). Slys þetta er talið eitt það hörmulegasta sjóslys við Íslandsstrendur, enda urðu margir Reykvíkingar sjónvarvottar að slysinu án þess að nokkur gæti komið áhöfninni til bjargar. Í þessu sama óveðri strönduðu einnig tvö þilskip við Mýrar og fórust þar með allri áhöfn, þannig að alls fórust 68 menn með þessum þremur skipum. Í óveðrinu sem stóð nokkra daga tók einnig tvo aðra sjómenn út af skipum sínum, svo alls fórust 70. Dagurinn eftir slysið var pálmasunnudagur, sem var lýst sem alldauflegum, og var öll Páskavikan í Reykjavík sannkölluð sorgarvika. [1]

Skipstjóri Ingvars var Tyrfingur Magnússon og stýrimaður Júlíus Arason.

Tilvísanir

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.