Ingimar Óskarsson

Íslenskur náttúrufræðingur, skeljafræðingur og grasafræðingur

Ingimar Óskarsson (27. nóvember 1892 – 02. maí 1981) var íslenskur náttúrufræðingur. Ingimar stundaði skeldýrarannsókna alla ævi og skrifaði Skeldýrafánu Íslands (íslenskt undirstöðurit um skeldýr og kuðunga), en mest starf liggur þó eftir hann í grasafræði og rannsóknum gróðurfari.

Ingimar Óskarsson
Fæddur27. nóvember 1892
Klængshóll
Dáinn02. maí 1981
Reykjavík
Störfnáttúrufræðingur, kennari
MakiMargrét Kristjöna Steinsdóttir
BörnOskar Ingimarsson, Ingibjörg Ingimarsdóttir, Magnús Ingimarsson

Ingimar fæddist á Klængshóli í Skíðadal, sem gengur inn úr Svarfaðardal við utanverðan Eyjafjörð. Foreldrar hans voru Óskar Rögnvaldsson bóndi þar og kona hans Stefania Jóhanna Jónsdóttir frá Bryta á Þelamörk. Sumarið 1924 vann Ingimar í Lystigarðinum Akureyrar og kynntist þar við Margréti Kristjönu Steinsdóttur (1896-1982), bónda í Vatnsfjarðarseli Reykjafjarðarhreppi í Norður-Ísafjarðarsýslu og kynntist þar ræktunarstörfum. Gengu þau í hjónaband að 2. október 1924 og voru saman til æviloka. Saman eignuðust þau börn Óskar, Ingibjörgu og Magnús.

Nám og störf

breyta
 
Hieracium trigonophorum Ósk. — Íslandsfífill er fíflategundin sem Ingimar lýsti

Ingimar stundaði nám við Gagnfræðaskólann á Akureyri. Þrátt fyrir prýðilegar námsgáfur varð skólasetu hans ekki lengri og á 1913 tók Ingimar gagnfræðapróf, en hann stundaði sjálfsnám alla ævi. Hann fékk snemma mikinn áhuga á náttúrufræði, einkum flóru og gróðri Íslands, og auk þess að afla sér fróðleiks úr fáanlegum rituðum heimildum fór hann markvisst að reyna að auka við þekkingu sína með eigin rannsóknum.

Eftir 1913, næstu þrjátíu árin fékkst Ingimar aðallega við kennslu, einkum í náttúrufræði, á ýmsum skólastigum, allt frá því að vera heimiliskennari og til þess að vera gagnfræðaskólakennari. Auk kennslunnar var hann framkvæmdastjóri Ræktunarfélags Noröurlands (1923-1924); umsjónarmaður Lystigarðsins á Akureyri (1929-1931); formaður Guðspekifélagsins Systkinasambandið á Akureyri (1934-1936) og ritari þess (1928—1934).

Árið 1945 fluttist Ingimar til Reykjavíkur og varð kennari í náttúrufræði við Gagnfræðaskóla Reykjavíkur. Þökk sé aðstoð Arna Friörikssoni fiskifræðingi, á 1947 varð Ingimar aðstoðarmaður við Hafrannsóknastofnun og vann þar næstu þrjátíu ár fram á árið 1978. Vann hann þar einkum við að aldursgreina þorskkvarnir.

Hafði raunar byrjað Ingimar á fiski- og skeldýrarannsóknum sínum löngu fyrr, þann 1920 þegar hann var kennari á Dalvík, og ritað greinar um þau efni. Hann safnaði skeljum og kuðungum í fjörunni eða hann fékk senda ýsumaga til rannsóknar, af því að étur ýsan öllum skeldýrum og gleypir þau í heilu lagi. Þannig náðist í margar fágætar tegundir af íslenskum skeldýrum. Þótti nemendum nýstárlegt og fróðlegt að sjá hann kryfja ýsumaga og fremja fleira þvilikt. Ahuga vakti hann sannarlega, bæði þá í skólanum og siðar þegar um árabil flutti hann fjölda fróðlegra erindi í útvarp um fjölmargar dýrategundir, bæði í sjó og á landi. Auk þess hann skrifaði í blöð og tímarit um þau.

Mest áhuga liggur þó eftir hann í grasafræði. Frá og með árinu 1925 og næstu fimmtíu árin stundaði hann þannig rannsóknir á flóru Íslands. Lengi vel tók hann fyrir eitthvert landsvæði til rannsókna á hverju sumri og ritaði siðan svæðislýsingar um flóru og gróðurfarið, t.d. í Svarfaðardal, Hrísey, Eyjafirði, Reyðarfirði, Vestfjörðum, Flatey á Skjálfanda o.s.frv. Hann fann allmargar tegundir háplantna fyrstur á Íslandi og gaf þeim nöfn og jók miklu við vitneskju manna um útbreiðslu háplantna hér. Staðlaða höfundarstyttingin Ósk. er notuð til að tilgreina hann sem höfund þegar vitnað er í grasafræði og 87 nöfn gefin út af Ingimari Óskarssyni.[1]

Eftir 1950 um síðustu þrjá áratugi rannsakaði hann aðallega hina merkilegu ættkvisl undafifla. Var um skeið einhver helsti sérfræðingur á Norðurlöndum í undafíflum, þessum erfiða hópi blómplantna og lýsti mörgum nýjum tegundum.

Grasafræðiverkin Ingimars eru fjölmargar, voru birt flestar í Náttúrufræðingnum, en sumar í erlendum timaritum á ensku og hjá Visindafélagi Islendinga.

Auk þess fékkst hann einnig við rannsóknir á ýmsum öðrum sviðum líffræði, einkum á sveppum og störum.

Fyrstu ritgerðir um niðurstöður rannsókna sinna birti Ingimar 1927 og til 1981 skrifaði hann um 90 ritgerðir, þar af sumar reyndar heilar bækur. Tæplega 60 eru um grasafræðileg efni, rúmar 20 um dýrafræði og um 10 fræðslugreinar og bækur fyrir almenning um ýmis svið náttúrufræði, sem hann ýmist skrifaði sjálfur eða þýddi úr öðrum málum.

Grundvallarrit hans er Skeldýrafána Íslands sem er um íslensk lindýr í sjó. Ingmar byrjaði á rannsóknum á lindýrum á 1924 og birti fyrstu ritgerðina um þær árið 1944. Átta árum síðar á 1952 kemur út fyrsta bók hans um skeldýrafána - Samlokur í sjó, og tíu árum þar á eftir sniglafána - Snæsniglar með skel. Bæði þessi bækur hafa verið endurskoðuð og gefin út aftur, síðast 1982 í einni bók, Skeldýrafána Íslands, sem Óskar sonur hans lauk við að búa til prentunar að honum látnum.

Mest starf liggur þó eftir hann í grasafræði. Hann skrifaði mikið greinar um þá og gaf út bók um undafífla "Synopsis and Revision of Icelandic Hieracia"(1966), sem þekktur meðal grasafræðinga víða á norðurhveli jarðar. Þá var hann einn þeirra þriggja grasafræðinga sem endurskoðuðu og sáu um 3. útgáfu Flóru Íslands eftir Stefán Stefánsson árið 1948. Ritaði, ásamt Ingólfi Davíðssyni, bókina Garðagróður, flóra yfir garðplöntur, sem kom út árið 1950 og svo gefin hefur verið út endurskoðuð tvisvar síðan.

Af stærri náttúruritgerðum eru líka ritgerðir um starir.

Ingimar samdi texta við fræðslubækurnar fyrir almenning: Lífið í kringum okkar (1964) og Úr myndabók náttúrunnar (1971). Þýddi danskar bækur Villiblóm í litum (1963), Stofublöm í litum (1964), Fiskar í litum (1960).

Verðlaun

breyta

Ingimar var kjörinn félagi í Vísindafélagi Íslendinga árið 1931, heiðursfélagi Hins islenska náttúrufræðifélags 1960 og heiðursfélagi Félags islenskra náttúrufræðinga 1978. Heiðursdoktor Háskóla Íslands, verkfræði- og raunvísindadeild í júní 1977. Hlaut heiðursverðlaun úr Asusjóði.

Ritskrá

breyta
1927 Botaniske iagttagelser fra Islands nordvestlige halvø, Vestfirðir. — Botanisk Tidskrift 39: 401-444.
1927 Ferðapistlar úr grasaferð. — Dagur, Akureyri.
1927 Nýjungar úr gróðurríki Íslands. — Hið íslenska Náttúrufræðisfjelag. Skýrsla 1925 og 1926: 45-53.
1929 En botanisk rejse til Øst-Ísland samt Reyðarfjórðurs karplanteflora. — Botanisk Tidskrift 40: 337-349.
1929 Fúr die Flora Islands neue Arten. — Der Botanischen Garten und Museum Berlin-Dahlen. Notizblatt 10, 9: 777-779.
1929 Nýjungar úr gróðurríki Íslands, 2. — Hið íslenska Náttúrufræðisfjelag. Skýrsla 1927 og 1928: 38-48.
1930 The vegetation of the Islet Hrísey in Eyjafjörður, North-Iceland. — Vísindafélag Íslendinga, Rit 8: 1-20.
1932 Some observations of the vegetation of Eyjafjörður and Akureyri. — Vísindafélag Íslendinga, Rit 13: 1-47.
1933 Nýjungar úr gróðurríki Íslands, 3. — Hið íslenzka Náttúrufræðisfélag. Skýrsla 1931 og 1932: 39-44.
1935 Athyglisverð tilraunastarfsemi. — Náttúrufræðingurinn 5: 59—61.
1937 Nýjungar úr gróðurríki Íslands, 4. — Hið íslenzka Náttúrufræðisfélag. Skýrsla 1935 og 1936: 40-42.
1937 Svarfaðardalurs karplanteflora samt angivelse af arternes højdegrænser over havet. — Botanisk Tidskrift 44: 127-153.
1943 Gróðurrannsóknir. 30 ára yfirlit. — Náttúrufræðingurinn 13: 137-152.
1944 Sæskeljarannsóknir í Eyjafirði. — Náttúrufræðingurinn 14: 1-21.
1946 Gróður í Öxarfirði og Núpasveit. — Náttúrufræðingurinn 16: 121-131.
1947 Nýfundin plöntutegund á Íslandi. — Náttúrufræðingurinn 17: 22.
1948 Nafngiftir plantna. — Náttúrufræðingurinn 18: 88-91.
1948 Um íslenzk heiti á tveim innfluttum reyniviðartegundum. — Náttúrufræðingurinn 18: 92-95.
1949 Háplöntuflóra héraðanna umhverfis Eyjafjörð. — Lýsing Eyjafjarðar. — Ritstjóri: Steindór Steindórsson frá Hlöðum. — Norðri, Akureyri: 225-250.
1949 Nýfundin starartegund á Íslandi. — Náttúrufræðingurinn 19: 136-138.
1949 Nýjungar úr gróðurríki Íslands. — Náttúrufræðingurinn 19: 185-188.
1950 Aspektoj de Islando. — Reykjavík: 97 bls.
1950 Ný trjátegund fundin í Kína. — Náttúrufræðingurinn 20: 98-101.
1950 Ingólfur Davíðsson: Garðagróður. Aðallega í Reykjavík, Hafnarfirði og á Akureyri. — Ísafold, Reykjavík: 450 bls.
1951 Hagastör (Carex pulicaris L.) á Vestfjörðum. — Náttúrufræðingurinn 21: 91.
1951 Íslenzkar starir. — Náttúrufræðingurinn 21: 3-23.
1951 Nýtt afbrigði af fellafífli (Hieracium alpinum (L.) Backh.). — Náttúrufræðingurinn 21: 173-175.
1951 Skeldýranýjungar. — Náttúrufræðingurinn21: 139-140.
1952 Íslenzkar sæskeljar. — Náttúrufræðingurinn 22: 1-18.
1952 Nýtt afbrigði af hrafnastör, Carex saxatilis L. — Náttúrufræðingurinn 22: 181-182.
1952 Skeldýrafána Íslands. I. Samlokur í sjó. — Atvinnudeild Háskólans, Fiskideild, Reykjavík: 119 bls.
1953 Carex heleonastes (Ehrh.) fundin hér á landi. — Náttúrufræðingurinn 23: 138-142.
1953 A new Alchemilla species of the euvulgaris group found in Iceland. — Svensk Botanisk Tidskrift 47: 30-33.
1953 Sæskelin Cardium edule L. fundin við ísland. — Náttúrufræðingurinn 23: 40-41
1953 Enn um hjartaskel (Cardium edule L.). — Náttúrufræðingurinn 23: 169.
1954 Nýjungar úr gróðurríki Íslands. — Náttúrufræðingurinn 24: 22-30.
1954 Omang, S. O. F., undafíflafræðingur. — Náttúrufræðingurinn 24: 109-110
1954 Studies on Hieracium demissum (Strömf.) Dahlst. — Svensk Botanisk Tidskrift 48: 45-64.
1954 Sveppir. — Lesbók Morgunblaðsins, 18. júlí: 477-483.
1954 Viðbót til Hieracium-gróðurin Føroyum. — Fróðskaparrit 3: 115—127
1955 Fágætur kuðungur fundinn við ísland. — Náttúrufræðingurinn 25: 103.
1955 Um undafífla. — Náttúrufræðingurinn 25: 72-86.
1956 Nýjungar úr gróðurríki Íslands. — Náttúrufræðingurinn 26: 102-104.
1957 Descriptions of new Hieracium species from Iceland. — Vísindafélag íslendinga, Rit 31: 1-83.
1957 Dúdúfuglinn. — Náttúrufræðingurinn 27: 185-193.
1957 Háplöntuflóra Evrópu. — Náttúrufræðingurinn 27: 96.
1957 Hagnýting skeldýra. — Náttúrufræðingurinn 27: 73—85.
1957 Høgeurt (Hieracium). — Tyge W. Böcher, Kjeld Holmen & Knud Jakobsen: Grønlands Flora. — Kaupmannahöfn: 209-215.
1958 Skeldýranýjungar. — Náttúrufræðingurinn 28: 205-208.
1959 Contribution to the Hieracium flora of Greenland. — Botanísk Tidskrift 55: 37-39.
1960 Nýjungar um íslenzk lindýr. — Náttúrufræðingurinn 30: 176-187.
1961 Leiðrétting. — Náttúrufræðingurinn 31: 44.
1961 Dýralíf á landi og í vötnum. — Náttúra Íslands. — Almenna bókafélagið, Reykjavík: 295-316.
1961 Henning Anthon: Fiskar í litum. — Skuggsjá, Hafnarfirði: 132 bls.
1961 Supplement to the Hieracium flora of Iceland. — Vísindafélag íslendinga, Rit 34: 1-14.
1961 Um óskráða fundi þriggja fágætra jurtategunda. — Náttúrufræðingurinn 31: 143-144.
1962 Nokkur orð um tvö grasafræðileg nýyrði. — Náttúrufræðingurinn 32: 96.
1962 Nýjungar um íslenzk sælindýr. — Náttúrufræðingurinn 32: 31-35.
1962 Skeldýrafána fslands. II. Sæsniglar með skel. — Leiftur, Reykjavík: 167 bls.
1962 Sveppir. — Samvinnan 7: 25-27.
1962 Sveppir. — Samvinnan 8: 30-31.
1963 Glæsifífill Hieracium elegantiforme Dahlst. — Náttúrufræðingurinn 33: 148-165.
1963 Henning Anthon: Villiblóm í litum. — Skuggsjá, Hafnarfirði: 290 bls.
1964 Enn bætíst í hóp íslenzkra skeldýra. — Náttúrufræðingurinn 34: 177—179.
1964 Lífið í kring um okkur. — Leiftur, Reykjavík: 224 bls.
1964 Skeldýrafána Íslands. I. Samlokur í sjó. — 2. útg. aukin. — Leiftur, Reykjavík: 123 bls.
1964 Henning Anthon: Stofublóm í litum. — Skuggsjá, Hafnarfirði: 223 bls.
1966 Gróðurrannsóknir í Flatey á Skjálfanda. — Flóra 4: 37-47.
1966 Nýjungar um íslenzk skeldýr. — Náttúrufræðingurinn 36: 86—92.
1966 Synopsis and Revision of Icelandic Hieracia. — Vísindafélag íslendinga, Rit 37: 1-142.
1966 Høgeurt (Hieracium). — Tyge W. Böcher, Kjeld Holmen og Knud Jakobsen, Grönlands Flora. — 2. reviderte udgave. — København: 201-209.
1967 Gróðurrannsóknir í Dalasýslu sunnanverðri sumarið 1949. — Flóra 5: 21-51.
1967 Nýir fundarstaðir skeldýra við fsland. — Náttúrufræðingurinn 37: 58-63.
1968 Hefur nýr borgari bætzt í hóp íslenzkra lindýra? — Náttúrufræðingurinn 38: 199.
1968 On Hieracium stictophyllum Dahlst. — Scientia Islandica. Anniversary Volume: 44-49.
1968 Risadýr frá miðöld jarðar. — Náttúrufræðingurinn 38: 22—32.
1968 Rangnefni leiðrétt. — Náttúrufræðingurinn 38: 193.
1968 Ingólfur Davíðsson: Garðagróður. Aðallega í Reykjavík, Hafnarfirði og á Akureyri. — 2. útg. aukin og endurbætt. — Ífsafoldarprentsmiðja, Reykjavík: 525 bls.
1969 Dýraætur í jurtaríkinu. — Náttúrufræðingurinn 39: 210-220.
1969 Korsika, eyjan fagra. — Náttúrufræðingurinn 39: 1-9.
1969 Rætt um fund tveggja skeldýrategunda við ísland. — Náttúrufræðingurinn 39: 124-126.
1970 Skeldýr af djúpmiðum við Norðurland. — Náttúrufræðingurinn 40: 47-57.
1971 Úr myndabók náttúrunnar. — Ríkisútgáfa námsbóka, Reykjavík: 184 bls.
1971 Nýjungar um íslenzk sælindýr. — Náttúrufræðingurinn 41: 144-152.
1973 A new Hieracium species found in North Iceland (eu-Hieracia - Sect. Alpina). — Acta Botanica Islandica 2: 64-66.
1973 Nýtt afbrigði af baldursbrá. — Náttúrufræðingurinn 43: 186-189.
1973 Skjaldbökueyjar. — Náttúrufræðingurinn43: 92-102.
1974 Nokkrar fágætar skeldýrategundir við Ísland. — Náttúrufræðingurinn 43: 154-161.
1976 Ný íslenzk undafífilstegund (Hieracium paulssonii). — Náttúrufræðingurinn 45: 183-185.
1977 Agnar Ingólfsson & Arnþór Garðarsson: Stranddoppa (Hydrobia ventrosa) á Íslandi. — Náttúrufræðingurinn 47: 8-15.
1977 Fjögurra skeldýrategunda getið í fyrsta sinn frá ströndum Íslands. — Náttúrufræðingurinn 47: 180-183.
1978 A new Hieracium species found in South-Iceland (eu-Hieracia — sect. Tridentata). — Acta Botanica Islandica 5: 71-72.
1978 Høgeurt (Hieracium). — Tyge W. Böcher, Bent Fredskild, Kjeld Holmen & Knud Jakobsen: Grønlands Flora. — 3. reviderte udgave. — Kobenhavn: 209-217.
1981 Ingólfur Davíðsson: Garðagróður. Aðallega í Reykjavík, Hafnarfirði og á Akureyri. — 3. útg. aukin og endurbætt. — Ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík: 480 bls.
1982 Skeldýrafána Íslands. Samlokur í sjó. Sæsniglar með skel. — Leiftur, Reykjavík: 351 bls.

Heimildir

breyta
  • Eyþór Einarsson, Jón Jónson (01.05.1983). „Dr. Ingimar Óskarsson, minningarorð“. Náttúrufræðingurinn. Reykjavík: Hið íslenska náttúrufræðifélag. 52: 1–12. 0028-0550. Sótt 18.02.2021.
  • Eyþór Einarsson (27.11.1992). „Aldarminning Ingimar Óskarsson náttúrufræðingur“. Morgunblaðið. Reykjavík: Árvakur. bls. 41. 1021-7266. Sótt 18.02.2021.
  • Óli Kr. Jónsson (08.09.1982). „Margrét Steinsdóttir — Minning“. Morgunblaðið. Reykjavík: Árvakur. bls. 29. 1021-7266. Sótt 18.02.2021.
  • Ingólfur Davfðsson (20.05.1981). „Ingimar Óskarsson náttúrufræðingur“. Íslendingaþættir Tímans. Reykjavík: Tíminn. bls. 1. 1670-214X. Sótt 18.02.2021.

Tenglar

breyta
  1. „Óskarsson, Ingimar (1892-1981)“. https://www.ipni.org/ (enska). International Plant Names Index. Sótt 18.02/2021.