iPhone 5 er snjallsími fra Apple sem kom út árið 2012. Síminn er sjötta kynslóð iPhone-síma en hann er með 4-tomma snertiskjá, Apple A6 örgjörva og LTE nettengingu. iPhone 5 leysir iPhone 4S af hólmi. Síminn var formlega kynntur 12. september 2012 en Apple byrjaði að taka á móti forpöntunum tveimur dögum síðar. Venjulegar sölur á iPhone 5 hófust 21. september 2012. Eftir að iPhone 5 kom út fór Samsung í mál við Apple vegna brots á átta einkaleyfum.

iPhone 5

Stýrikerfið iOS 6 fylgdi símanum en það var mjög umdeilt vegna alvarlegra villna í nýja kortaforritinu. Neytendur og gagnrýnendur tilkynntu ýmsa framleiðslugalla í símanum, meðal annars fjólublátt litbrigði í myndum teknar með símanum, að málningin á svörtu útgáfunni mást af auðveldlega og að ljós lekur út um skjáinn í hvítu útgáfunni. iPhone 5 virkar ekki með öllum LTE-kerfum vegna svæðisbundinna takmarkana.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.