ICIUM
ICIUM Wonderworld of Ice er vetrargarður [1] í Levi, Finnlandi úr snjó og ís. Garðurinn opnaði fyrst 18. desember 2010[2]. ICIUM sýnir bæði íshöggmyndir og snjólistaverk á svæði sem þekur um einn hektara.
Framkvæmdir
breytaICIUM er byggt af kínverskum íshögglistamönnum [3] frá Harbin borg, þar sem Alþjóðlega ís- og snjóhöggmyndahátíðin hefur verið haldin árlega frá því 1963. Yfir 10.000 rúmmetrar af snjó voru notaðir í framkvæmdirnar árið 2010. Ennfremur var yfir 600 rúmmetum af ís lyft úr Ounasjoki ánni fyrir gerð höggmyndanna.
Höggmyndir í ICIUM
breytaHelstu ICIUM íslistaverkin veturinn 2010-2011 voru:
- Kínamúrs-rennibrautin. Stærsta verkið, 15 metra á hæð og 80 metrar á lengd. Yfir 5.000 rúmmetrar af snjó fóru í verkið.
- Dómkirkjan í Helsinki. Hæsta snjóverkið í ICIUM ásamt Kínamúrs-rennibrautinni, 15 metrar á hæð.
- Aðaljárnbrautarstöðin í Helsinki.
- Pagóða. Græna pagóðan var hæsta íshöggmyndin í ICIUM, yfir 15 metrar á hæð.
- Himnahofið.
- Leikvangurinn í Beijing.
- Terracotta herinn. Íshöggmyndir af terracotta hermönnum.
Kínverskir alþýðulistamenn
breytaAlþýðulistamenn frá Beijing voru einnig í ICIUM til að kynna hefðbundna kínverska alþýðulist, líkt og strávefnað, málun tóbaksflaskna og höggmyndagerð úr deigi.
ICIUM lukkudýrið
breytaPandahúnninn Mingming er lukkudýr ICIUM[4]. Í sínu fyrsta ævintýri reynir Mingming að bjarga heimili sínu frá vondum dreka með hjálp afans og hreindýrsins Niila, hreindýrakálfinum Nina og jólasveininum.
Heimildir
breyta- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. mars 2011. Sótt 13. október 2011.
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. desember 2010. Sótt 13. október 2011.
- ↑ http://www.china.org.cn/travel/2010-12/20/content_21581162.htm
- ↑ http://www.bjreview.com.cn/exclusive/txt/2010-12/20/content_320100.htm
Tenglar
breyta- Heimasíða ICIUM
- 360° panorama mynd af ICIUM Geymt 13 nóvember 2011 í Wayback Machine