Hyrnuskeljar
Hyrnuskeljar (fræðiheiti: Scaphopoda) eru flokkur lindýra sem lifa á sjávarbotni. Hyrnuskeljar eru mjóar og sveigðar skeljar sem minna á tönn eða horn. Þær geta náð 15 cm lengd. Þær nota fótinn sem kemur út úr breiðari enda skeljarinnar til að grafa sig niður. Nokkur hundruð tegundir hyrnuskelja eru þekktar um allan heim.
Hyrnuskeljar | ||||||
---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||
| ||||||
Ættbálkar | ||||||