Vatnajarðfræði

(Endurbeint frá Hydrogeology)

Vatnajarðfræði (hydrogeology) er undirgrein jarðfræðinnar. Þar er jarðfræðin skoðuð með tilliti til hegðunar vatnsins. Vatnajarðfræði fæst við samspil vatns og jarðlaga. Allir þeir síbreytilegu þættir sem vatnafræði, vatnajarðfræði og jarðfræði spanna eru einu nafni nefndir vatnafar. Sá sem stundar fræðigreinina nefnist vatnajarðfræðingur (hydrogeologist). Sérstök gerð korta lýsa vatnafari. Þau nefnast vatnafarskort.

Vatnafar er hugtak sem notað er um almenna eiginleika og hegðun ferskvatns bæði ofanjarðar og neðan og gagnkvæmt samspil þess við umhverfið. Orðið gefur til kynna síbreytilegt ástand og er hliðstætt orðinu veðurfar. Í ensku er ekkert eitt orð til yfir hugtakið en hydrologiocal conditions er oft notað.