Hvergelmir er uppspretta allra vatna heimsins í norrænni goðafræði. Er hann sagður brunnur í miðju alheims í Gylfaginningu.[1] Síðar er sagt að hann sé undir einni rót Asks Yggdrasils í Jötunheimum sem Níðhöggur nagar.[2]

Ein kenning er að Hvergemlir, Urðarbrunnur og Mímisbrunnur séu mismunandi heiti á sama staðnum.[3]

Meðal áa sem frá honum renna eru Svöl, Gunnþrá, Fjörm, Fimbulþul, Slíður og Hríð, Sylgur og Ylgur, Víð, Leiftur og Gjöll. Upptalning á 42 ám er í Grímnismálum.[4]

Tilvísanir

breyta
  1. „Gylfaginning, erindi 4“. www.snerpa.is. Sótt 9. desember 2023.
  2. Gylfaginning, erindi 15
  3. Simek, Rudolf (2006). Lexikon der germanischen Mythologie. Kröners Taschenausgabe (3., völlig überarbeitete Aufl. útgáfa). Stuttgart: Alfred Kröner. ISBN 978-3-520-36803-4.
  4. „Grímnismál, erindi 26“. www.snerpa.is. Sótt 9. desember 2023.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.