Hringferð í sönnun
Hringferð í sönnun eða hringsönnun er rökvilla þar sem maður gefur sér það sem á að sýna fram á undir yfirskini röksemdafærslu. Í hringferð í sönnun er einhverju haldið fram, ályktun er dregin af því og ályktunin svo notuð til að styðja upprunalegu forsenduna.
Dæmi
breyta- Ef Jón er sekur um glæpinn en sýnir engin merki iðrunar, þá er það vegna þess að hann er vondur maður. Og af því að hann sýnir engin merki iðrunar er hann vondur maður og það sýnir að hann framdi glæpinn.
- A: „Allir sannir aðdáendur bókanna um Harry Potter halda mest upp á fyrstu bókina.“ B: „En Gunna heldur mest upp á þriðju bókina.“ A: „Já, en Gunna er ekki sannur aðdáandi bókanna um Harry Potter.“ B: „Hvers vegna segirðu það?“ A: „Af því að Gunna heldur ekki mest upp á fyrstu bókina um Harry Potter.“
- Allt sem stendur í biblíunni er satt og við getum verið viss um það af því að hún er guðlega innblásið rit. Um innblástur hennar þarf enginn að efast enda kemur það skýrt fram í biblíunni að hún sé guðlega innblásin og það er að sjálfsögðu satt líkt og allt annað sem þar kemur fram.