Hraunhitaveita er hitaveita sem nýtir varmaorku úr hrauni sem er að kólna til upphitunar húsa.

Hraunhitaveitan í Vestmannaeyjum breyta

Hraunhitaveita var sett upp í Vestmannaeyjum eftir að Heimaeyjargosinu lauk. Í ársbyrjun 1974 setti Sveinbjörn Jónsson upp einfaldan varmaskipti á Eldfellshrauni og lét kalt vatn renna í gegnum hann. Vatnið hitnaði í hrauninu og var leitt inn á hitakerfi húss. Seinni hluta vetrar 1974 var sett upp tilraunahitaveita í Gufugili sem hitaði upp 25 hús auk sjúkrahússins. Árin 1977-78 voru flest hús í Vestmanneyjum tengd hraunhitaveitunni. Eftir því sem hraunið kólnaði varð að virkja ný svæði. Árið 1988 var hætt að nota hraunhitaveituna.

Heimild breyta

Tenglar breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.