Hraun í Ölfusi

Hraun er sveitabær í sveitarfélaginu Ölfusi. Á Hrauni var eitt af síðustu mjólkurbýlunum í Ölfusi en þau hlupu á mörgum tugum en í dag er einungis eitt eftir á sveitarbænum Hvammi

Á bökkum Ölfusár er dys ein, en í henni eru taldar vera jarðneskar leifar Lénharðs fógeta á Bessastöðum.

Í Öldinni okkar árið 1502 segir meðal annars um dráp Lénharðs fógeta: „Torfi Jónsson, sýslumaður í Klofa á Landi, hefur látið drepa Lénharð, fógeta á Bessastöðum. Fór Torfi að fógetanum, er hann var staddur á bæ í Ölfusi, rauf á honum húsin og felldi hann.“ „Lénharður var staddur að Hrauni í Ölfusi, er Torfi kom með menn sína, og bjóst um í húsum inni, þegar hann varð ófriðarins var. Varð þeim Torfa ekki greitt inngöngu, því að piltur úr liði Lénharðs, Eysteinn Brandsson að nafni, varði dyrnar svo fimlega, að þeim vannst ekki á, nema hætta sér undir vopn hans. Torfi greip þá til þess ráðs að láta rjúfa þekjuna á bæjarhúsunum, og féll fógeti eftir skamma viðureign, er menn Torfa voru inn komnir.“

Í landi Hrauns liggur Ölfusá og er þar góður veiðistaður.

Veitingarstaðurinn Hafið Bláa er við ósa Ölfusár í landi Hrauns

TenglarBreyta

   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.