Hrafntinnusverð
Hrafntinnusverð er eggvopn sem er viðarkylfa með blöðum úr hrafntinnu. Slík vopn kallast macuahuitl en það orð er komið úr Nahuatl tungumáli Mesó-Ameríku. Macuahuitl var notað af mörgum ólíkum menningarþjóðum í Mesó-Ameríku svo sem Astekum og Mayum.