Hríseyjarviti
Hríseyjarrviti er viti í Hrísey við Eyjafjörð sem tekinn var í notkun þann 6. nóvember árið 1920. Hann var friðlýstur árið 2003.
Saga
breytaSamkvæmt frumvarpi laga um vitabyggingar frá árinu 1917 var Vitamálaskrifstofunni falið að reisa vita í Hrísey. Skilyrði landsstjórnarinnar fyrir byggingu hans var að sveitarfélögin í grenndinni skuldbindu sig til að reisa tvö aðra vita: Hjalteyrarvita og Svalbarðseyrarvita.
Hönnuðir vitabyggingarinnar voru verkfræðingarnir Guðmundur Hlíðdal og Thorvald Krabbe. Vitinn er fimm metra hár steinsteyptur turn, 2,7 sinnum 2,7 metrar að utanmáli. Á honum er 3,3 metra hátt ljóshús úr járni.
Menntamálaráðherra friðlýsti Hríseyjarvita þann 1. desember árið 2003. Tekur friðunin til bæði innra og ytra byrðis auk þess sem óheimilt er að raska umhverfi hans í 100 metra radíus.
Á Hríseyjarvita gefur að líta minningartöflu um alla þá menn sem starfað hafa sem vitaverðir í eynni. Var hún gefin af ættmennum fyrsta vitavarðarins, Ottós M. Þorgilssonar, sem gegndi starfinu lengst allra eða í 33 ár.
Heimild
breyta- Linda María Ásgeirsdóttir: „Hríseyjaviti 100 ára“. Vitafélagið - íslensk strandmenning. 2021 (2.tbl.).