Hortittur (eða uppfyllingarorð) er haft í óeiginlegri merkingu um ýmiss konar smekkleysur í máli, einkum kveðskap. Strangt til tekið merkir hortittur þó aðeins eyðufyllingu, merkingarlausa eða merkingarlitla málalengingu í bundnu máli sem er til þess gerð að fylla út braglínu eða vísu. Í gömlum rímum og dönsum úði og grúði af hortittum. En hortittirnir koma einnig fyrir í máli manna. Þeir vaða oft uppi í daglegu tali og eru mjög áberandi í spjalli manna og nefnist þá stundum líka hikorð. Miklar tískusveiflur eru í vali hortitta í óbundnu máli en nefna má til dæmis: þarna, sko, alltsvo, sem sagt, ég meina, og er hið síðasta ensk áhrif. Halldór Laxness sagði um hortitti að þeir ætu ævinlega merg málsins innan úr setningu.[1]

Dæmi um hortitti

breyta
  • á það stundum til að verða hortittur. Dæmi: „Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum, þá á ekki að stafa af þessu hætta“. Þetta er talin enskusletta og tengjast notkun á orðinu „there".
  • Sem slíkt er oftar en ekki hortittur. Dæmi: „Hvaða heiðarlegur þingmaður sem slíkur myndi samþykkja þetta frumvarp?“ - eða: „Íslenska skyrið sem slíkt er ekki í samkeppni við aðrar matvörur“.

Tilvísanir

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.