Hokinhali (fræðiheiti: Macruronus novaezelandiae) er fiskur af ættbálki þorskfiska (Gadiformers). Innan ættarinnar eru fimm ættkvísliren:Merlucciidae og er hokinhali innan ætthvíslarinnar Macruronusen:Merlucciidae en innan hennar eru fjórar tegundir: Macruronus capensis ,Macruronus maderensis, Macruronus magellanicus og Macruronus novaezelandiae. Á erlendu máli er hokinhali nefndur: blue grenadieren:Blue_grenadier, blue hake, hoki eða whiptail.

Hokinhali

Vísindaleg flokkun
Ríki: Animalia (Dýraríkið)
Fylking: Chordata (Seildýr)
Flokkur: Actinopterygii (Beinfiskar)
Ættbálkur: Gadiformers (þorskfiskar)
Ætt: Merlucciinae (langhalaætt)
Ættkvísl: Macruronus
Einkennistegund
Macruronus novaezelandiae

Hector, 1871

Flokkun

Merlucciidae 
 Macruronus 

Macruronus capensis

Macruronus maderensis

Macruronus magellanicus

Macruronus novaezelandiae

Lyconodes

Lyconus

Merluccius

Steindachneria

Lýsing

breyta

Hokinhali er með afturmjókandi bol og stirtlu sem endar í oddmjóum hala án sporðblöðku. Hausinn er stór sem og munnurinn. Hreistrið er fíngert og bak- og raufaruggar sameinast halanum. Bakið er silfurlitað með blágrænni slikju en kviðurinn er eingöngu silfurlitur, uggarnir eru dökkbláir á litinn. Hold fisksins er þétt í sér og hvítt  og í meðallagi varðandi fitu- og vatnsinnihald. Fiskurinn getur lifað í allt að 25 ár, kvenkynið vex hægar en karlinn og lifir lengur. Hokinhali getur orðið um 120 cm að lengd og um 6 kíló.

Búsvæði og fæða

breyta
 
Nýja Sjáland

Hokinhali er djúpsjávarfiskur sem lifir í suðvestur Kyrrahafinu við suðurströnd Ástralíu og í kringum Nýja-Sjáland í tempruðu hitastigi á mill 10 – 18 °C. Hann heldur sér á landgrunnshallanum á 200 – 700 metra dýpi en ungviðið má finna inn á grunnum víkum og flóum m. a. við Tasmaníu. Hokinhali dvelur við hafsbotninn á daginn en færir sig ofar í sjóinn á nóttunni. Hann lifir á öðrum fiski, einkum laxsíldartegundum af ættbálkinum myctophiformesen:Myctophiformes en einnig á smokkfisk og krabbadýrum. 

Æxlun

breyta

Hokinhali verður kynþroska 4 – 7 ára. Hrygning fer fram á veturna og snemma á vorin. Hrygnan hrygnir um einni milljón eggja í hverri hrygningu. Helstu hrygningarstöðvarnar eru við vesturströnd Tasmaníu og út af Wellington í Cook sundi og á Pusegar bank við Nýja Sjálandi. Einnig er töluverð hrygning við miðja vestur og suðvesturströnd Suðureyju

Veiðar og vinnsla

breyta

Hokinhali er að mestu veiddur í flottroll á veturna þegar hrygningin á sér stað  og í botntroll á öðrum tímum. Þá er hann veidur á línu og færi en í mun minna mæli þó. Umhverfisleg áhrif felast í meðafla og botnraski.

Veiðun er stjórnað á sjálfbæran hátt með kvótasetningu, fjölda skipa, svæðalokunum ásamt fjölda og gerð veiðarfæra. Þær hafa verið viðurkenndar af Marin Stewardship council sem sjálfbærar og vel stjórnað. Á fiskveiðiárinu 16/17 veiða Ástralir 8810 tonn í atvinnuskini (Australian fisheries management. e.d.)[1] Geymt 28 febrúar 2017 í Wayback Machineog Nýsjálendingar 168.144 tonn og auk þess eru 32.000 tonn fyrir frjálsar veiðar og 31.000 tonn fyrir sportveiði (NZ Fisheries InfoSite. e.d.)[2]. Fiskur gegnir mikilvægu hlutverki í útflutningi fyrir bæði löndin og flytja bæði Bandaríkin og Evrópa mikið inn af honum.

Heimildaskrá

breyta

Australian fisheries management authority. (e.d.). Blue grenadier. Sótt 19. janúar 2017 af http://www.afma.gov.au/portfolio-item/blue-grenadier/ Geymt 28 febrúar 2017 í Wayback Machine

Dianne J. Bray. (2017).Macruronus novaezelandiae. Sótt 20 janúar 2017 af http://fishesofaustralia.net.au/home/species/2857

FishBase. (e.d.). Macruronus novaezelandiae,Blue grenadier. Sótt 19. janúar 2017 af http://www.fishbase.org/Summary/SpeciesSummary.php?ID=1825&AT=blue+grenadier

Forest and Bird. (e.d.). Hoki. Sótt 21. janúar 2017 af http://www.forestandbird.org.nz/what-we-do/publications/the-best-fish-guide-/fish-species-[óvirkur tengill]

Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013). Íslenskir fiskar. Reykjavík: Mál og menning.

Mark Mcgruther. (2012). Blue grenadier. Sótt 23. janúar 2017 af https://australianmuseum.net.au/blue-grenadier-macruronus-novaezelandiae-hector-1871

NZ Fisheries InfoSite. (e.d.). Hoki. Sótt 20 . janúar 2017 af

http://fs.fish.govt.nz/Page.aspx?pk=8&tk=41&stock=HOKi

United fisheries. (e.d.). Hoki (Macruronus novaezelandiae). Sótt 19. janúar 2017 af http://www.unitedfisheries.co.nz/content/hoki-macruronus-novaezelandiae-0 Geymt 9 apríl 2017 í Wayback Machine

Wikipedia (e.d.). Blue grenadier. Sótt 24. janúar 2017 af           https://en.wikipedia.org/wiki/Blue_grenadier

Wikipedia. (e.d.). Macruronus. Sótt 24. janúar 2017 af https://en.wikipedia.org/wiki/Macruronus

Tilvísanir

breyta