Hnakkablað
Hnakkablað (latína: lobus occipitalis) er heilablað sem er staðsett aftast í heila spendýra þar sem sjónbörkurinn er staðsettur. Hann er mikilvægur fyrir sjónskynjun, meðal annars við að bera kennsl á bókstafi. Verði hnakkablaðið fyrir skaða getur myndast nokkurs konar blinda þrátt fyrir heilbrigð augu (antonsheilkenni).