Hnútur (mælieining)

Hnútur er mælieining fyrir hraða, skammstöfuð með kn eða kt, einkum notuð í sjómennsku og flugi. Hnútur er ekki SI-mælieining. Einn hnútur er skilgreindur sem hraðinn ein sjómíla á klukkustund, sem er um 0,514 m/s.