Hjónabandssæla (eða furstakaka) er einföld hvunndagskaka og þykir fyrirhafnarminni í bakstri en flestar aðrar, og þar af koma vinsældir hennar. Hún er oftast gerð úr hafragrjónadeigi sem er breitt út í form og rabbabarasulta smurð yfir. Aflöngum deigræmum er síðan raðað í net yfir, eða deigið einfaldlega hrært í hröngl og stráð yfir. Hjónabandssælan á rætur að rekja til Linzertorte, sem er austurrísk kaka.

Tenglar breyta

   Þessi matar eða drykkjargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.