Hjólbörur
Hjólbörur eru lítill handvagn með einu hjóli að framan og tveimur handföngum sem einn maður getur haldið um til að ýta hjólbörunum á undan sér. Hjólbörurnar deila þannig þyngdinni milli hjólsins og burðarmannsins sem þá getur ekið þyngra hlassi en hann gæti annars borið.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist hjólbörum.