Hafþyrnir

(Endurbeint frá Hippophaë)

Hafþyrnir (eða sandþyrnir eða tindaviður) (fræðiheiti: Hippophae rhamnoides) er sumargrænn, fíngerður en kræklóttur og skriðull runni sem verður 0,5 til 6 metra hár en getur náð 10 metra hæð í Mið-Asíu. Blöðin eru gráblá og berin eru gulrauð. Hafþyrnir er harðgerð jurt og dafnar vel í rýrum sendnum og þurrum jarðvegi á sólríkum stöðum. Hann þolir vel saltan jarðveg. Hann er notaður sem landgræðslujurt.

Hafþyrnir
Hafþyrnir
Hafþyrnir
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósabálkur (Rosales)
Ætt: Silfurblaðsætt (Elaeagnaceae)
Ættkvísl: Hippophae
L.
Tegundir

Hippophae rhamnoides
Hippophae salicifolia
Hippophae tibetana

Útbreiðsla hafþyrna

Lýsing

breyta

Greinar hafþyrnis eru þéttar og stífar og mjög þyrnóttar. Laufið er ljóssilfurgrænt, 2-8 sm langt og minna en 7 mm þykkt.Það er til bæði karl og kvenplöntur. Karlpönturnar framleiða brúnleit blóm sem framleiða frjókorn sem dreifast með vindi. Kvenplönturnar framleiða appelsínugul mjúk og safarík ber 6-9 mm í þvermál og innihalda berin mikið af C vítamíni. Sumar tegundir innihalda einnig mikið af A vítamíni og E vítamíni og ólíum. Berin eru mikilvæg vetrarfæða ýmissa fugla.

 
Ber hafþyrnis

Erfitt er að nýta hafþyrnir vegna þess hve þyrnar eru þéttir á runnunum. Venjuleg aðferð við uppskeru er að fjarlægja allan stofninn og frysta hann því þá detta berin af. Þessi aðferð eyðileggur stofninn. Stofnarnir eru skornir af, djúpfrystir niður að −32°C. Þeir eru svo örlítið endurþíddir á yfirborði til að losa berin frá stofnunum og síðan hreinsaðir. Berin eru svo kramin og hreinsuð og geymd við -22°C.

Hafþyrnir hefur verið notaður sem landgræðsluplanta á Íslandi.

Önnur aðferð sem ekki eyðileggur stofninn er að nota berjahristara. Á tímum kalda stríðsins þróuðu rússneskir og austurþýskir garðyrkjufræðingar nýjar tegundir hafþyrna með meira næringargildi, stærri ber og mismunandi þroskatíma og stofngerð sem auðveldara var að rækta og nytja.

Hafþyrnir er vinsæl garðplanta og er jurtin notuð við landmótun, sérstaklega til að búa til þyrnigerði sem erfitt er að komast í gegnum. Greinar eru notaðar til skrauts.

Ber hafþyrnis

breyta

Ber hafþyrnis eru æt og hafa mikið næringargildi þó þau séu súr og bragðvond hrá nema þau hafi verið fryst og/eða blönduð með ávaxtasafa sem er sætari svo sem eplasafa eða greipaldinsafa. Ber hafþyrnis eru einnig notuð í bökur og sultur.

Safinn sem kemur úr pressuðum berjum skiptist í þrú lög: efst er þykkt appelsínugult krem, í miðju er lag sem inniheldur mikið magn af ómettuðum fitusýrum og neðst er botnlag eða dreggjar. Efstu tvö lögin eru unnin m.a. í húðkrem og ýmsar snyrtivörur en botnlagið er notað í safa, sultur og aðrar matarafurðir.

Talið er að hollusta berja sé óvenjumikil sem afoxunarefni og komi að gangi m.a. til að hindra krabbamein.

Hafþyrnir er ræktaður og notaður sem heilsujurt í Kína og Asíu til að stilla hósta og laga meltingu, draga úr sársauka og auka blóðflæði. Greinar og lauf hafþyrnis er notað í Mongólíu til að lækna meltingartruflanir. Börkur og lauf eru notuð við niðurgangi o.fl. Hægt er að nota blómin í húðkrem.

Berin eru notuð í lækningaskyni og til að fyrirbyggja sjúkdóma.