Hippokrene
Hippokrene eða Hestlind var lind á Helíkonsfjalli, og einn teygur úr henni var sagður nægja til að hrífa skáldin til guðdómlegra söngva. Sagt var að Hestlind hefði myndast þegar Pegasus steig þar niður til jarðar, og var lindin menntagyðjunum helgur staður.