Hin fjögur fræknu

Flokkur franskra teiknimyndasagna

Hin fjögur fræknu er nafn á teiknimyndasöguflokki á íslensku sem á frönsku heitir Les 4 as, fjórir ásar (í spilum), alslemma. Höfundarnir voru Georges Chaulet handritshöfundur og François Craenhals teiknari.

Upphaflega voru þetta 6 barnabækur eftir Georges Chaulet í stíl við bækur Enid Blyton, og komu út frá 1957 til 1962 hjá Casterman útgáfunni.

Árið 1964 komu út fyrstu þrjár myndasögubækurnar, og urðu vinsældir þeirra meiri en rituðu barnabókanna. Þá var ákveðið að halda áfram að gefa þær út.

Frá árinu 1988 til 2005 aðstoðaði Jacques Debruyne François Craenhals við teikningarnar, og tvær bækur teiknaði Debuyne alveg einn, Hin fjögur fræknu og stóridómur 2004 og Marsförin 2005.

Bókina um Tasmaníuúlfinn gerði teiknarinn François Craenhals alveg einn 2003, handrit og myndir, og handritið að næstu bók, um stóradóm árið 2004.

Síðustu bókina, Söguljóðið um hin 4 fræknu árið 2007 gerðu nýir höfundar, Sergio Salma og Alain Maury, en þær urðu ekki fleiri.


Persónur

breyta
  • Lastík (Marco nefndur í bók nr. 43), dökkhærður, sterklegur, með áhuga á vélum og tækni. Hann er samkvæmt staðalímynd um hetju sjötta og sjöunda áratugarins.
  • Dína, lagleg, rauðhærð, henni er lýst sem staðalímynd stúlkna þess tímabils, stöðugt að hugsa um tísku og snyrtivörur, hégómleg, yfirborðskennd, tíð óttaköst hennar láta hana enda í fangi félaga sinna margsinnis.
  • Doksi, (nefndur Theo í bók nr. 43), menntamaður í jakkafötum með bindi, sífellt að vitna í latneska texta í bókunum eða aðrar bókmenntir.
  • Búffi, (nefndur Jean-Louis í bók nr. 43), feitlaginn, mikill matmaður, og margir brandarar snúast um hann.
  • Óskar, hundurinn sem í gjörvallri sögu teiknimyndasagnanna tapar sjaldnast. Öfugt við Tobba og Krílrík hjálpar hann sjaldan félögum sínum en kemur með snjallar athugasemdir í staðinn sem lesandinn sér en hin fjögur fræknu heyra ekki. Oft gegnir hann því hlutverki að benda á galla við áætlanir hinna fjögurra fræknu með hugsunum sínum í talbólum. Hann er ekki talandi dýr eins og Léttfeti, en hugsandi dýr sem hefur samskipti við lesendur þannig.


Aukapersónur

breyta
  • Loftur, lágvaxinn lögreglumaður, montinn og sjálfhælinn, eignar sér heiðurinn af því sem aðrir gera eða uppgötva. Hefur einstakt lag á því að blotna í flestum bókunum. Gegnir þó því hlutverki í lok bókanna oft að handataka bófana sem opinbert yfirvald.
  • Lárus, aðstoðarmaður hans, dáist stöðugt að yfirmanni sínum og hrósar honum í stað þess að einbeita sér að verkefnum. Minna á Skapta og Skafta í Tinnabókunum.
  • Prófessor Gaukalín, aldraður vísindamaður sem getur fundið upp hvað sem er, og ævintýrin snúast oft um hans uppgötvanir. Líkist prófessor Vandráði, en er síður trúverðugur, ævintýralegri og ótrúlegri.
  • Vilhjálmur Bankmann, bandarískur milljarðarmæringur og vinur þeirra. Oft kemur hann hreyfingu á söguþræði bókanna með vandræðum sínum, en hjálpar þeim einnig.
  • Hin fjögur frökku, uppreisnarunglingar og andstæða hinna fjögurra fræknu. Full af skemmdarverkafýsn.
  • Doktor Harðalín, ævinlega nálægur prófessor Gaukalín, reynir að stela uppfinningum hans og nýta í glæpsamlegum tilgangi.
  • Gautrekur höfuðsmaður, hægri hönd doktor Harðalíns.


Bækurnar í útgáfuröð

breyta

1. Hin fjögur fræknu og sæslangan, 1964. (Iðunn, Reykjavík 1981, Jón Gunnarsson þýddi, # 11).

2. Hin fjögur fræknu og loftfarið, 1964. (Iðunn, Reykjavík 1981, Jón Gunnarsson þýddi, # 10).

3. Hin fjögur fræknu og búkolla, 1964. (Iðunn, Reykjavík 1981, Jón Gunnarsson þýddi, " 12).

4. Hin fjögur fræknu og vofan, 1965. (Iðunn, Reykjavík 1977, Geirlaug Þorvaldsdóttir þýddi, # 1).

5. Hin fjögur fræknu og þrumugaukurinn, 1966. (Iðunn, Reykjavík 1980, Jón Gunnarsson þýddi, # 7).

6. Hin fjögur fræknu og gullbikarinn, 1967. (Iðunn, Reykjavík 1980, Jón Gunnarsson þýddi, # 8).

7. Hin fjögur fræknu og snjódrekinn, 1968. (Iðunn, Reykjavík 1979, Jón Gunnarsson þýddi, #6).

8. Hin fjögur fræknu og kappaksturinn mikli, 1969. (Iðunn, Reykjavík 1977, Geirlaug Þorvaldsdóttir þýddi, # 2).

9. Hin fjögur fræknu og Róbinson, 1970. (Iðunn, Reykjavík 1978, Jón Gunnarsson þýddi, # 4).

10. Hin fjögur fræknu og harðstjórinn, 1971. (Iðunn, Reykjavík 1979, Jón Gunnarsson þýddi, # 5).

11. Hin fjögur fræknu og gullæðið, 1973. (Iðunn, Reykjavík 1978, Jón Gunnarsson þýddi, # 3).

12. Hin fjögur fræknu og Picasso málverkið, 1974. (Iðunn, Reykjavík 1984, Bjarni Fr. Karlsson þýddi, # 18).

13. Hin fjögur fræknu og F-sprengjan, 1975. (Iðunn, Reykjavík 1983, Jón B. Guðlaugsson þýddi, # 15).

14. Hin fjögur fræknu og pylsan fljúgandi, 1976. (Iðunn, Reykjavík 1982, þýðanda ekki getið, # 14).

15. Hin fjögur fræknu og hvíthattaklíkan, 1977. (Iðunn, Reykjavík 1983, Jón B. Guðlaugsson þýddi, # 16).

16. Hin fjögur fræknu og draugaskipið, 1978. (Iðunn, Reykjavík 1981, Jón Gunnarsson þýddi, # 9).

17. Hin fjögur fræknu og blái demanturinn, 1979. (Iðunn, Reykjavík 1982, þýðanda ekki getið, # 13).

18. Hin fjögur fræknu og einhyrningurinn, 1980. (Iðunn, Reykjavík 1986, Bjarni Fr. Karlsson þýddi, # 22).

19. Hin fjögur fræknu og ísjakinn, 1981. (Iðunn, Reykjavík 1986, Bjarni Fr. Karlsson þýddi, # 23).

20. Hin fjögur fræknu og hryllingshöllin, 1982. (Iðunn, Reykjavík 1985, Bjarni Fr. Karlsson þýddi, # 21).

21. Hin fjögur fræknu og kóróna keisarans, 1983. (Iðunn, Reykjavík 1984, Þorvaldur Kristinsson þýddi, # 19).

22. Hin fjögur fræknu og bankaránið, 1984. (Iðunn, Reykjavík 1984, Bjarni Fr. Karlsson þýddi, # 17).

23. Hin fjögur fræknu og tímavélin, 1985. (Iðunn, Reykjavík 1985, Bjarni Fr. Karlsson þýddi, # 20).

24. Hin fjögur fræknu og illfyglið, 1987. (Iðunn, Reykjavík 1988, Bjarni Fr. Karlsson þýddi, # 24).

25. Hin fjögur fræknu og sjávargyðjan, 1988. (Iðunn, Reykjavík 1989, Bjarni Fr. Karlsson þýddi, # 25).

26. Hin fjögur fræknu og geimflaugin, 1989. (Iðunn, Reykjavík 1990, Bjarni Fr. Karlsson þýddi, # 26).

27. Hin fjögur fræknu og risahákarlinn, 1990

28. Hin fjögur fræknu og skýstrókurinn, 1991

29. Hin fjögur fræknu og frumskógarleyndarmálið, 1992

30. Hin fjögur fræknu og geimverurnar, 1993

31. Hin fjögur fræknu og leyndardómur fjallsetursins, 1994

32. Hin fjögur fræknu og vélmennið, 1995

33. Hin fjögur fræknu og Atlantis, 1996

34. Hin fjögur fræknu og galdranornirnar, 1997

35. Hin fjögur fræknu og risaeðlurnar, 1998

36. Hin fjögur fræknu og múmían, 1999

37. Hin fjögur fræknu og draugarnir, 2000

38. Hin fjögur fræknu og sjávarskrímslið, 2001

39. Hin fjögur fræknu og hrekkjavakan, 2002

40. Hin fjögur fræknu og Tasmaníuúlfurinn, 2003

41. Hin fjögur fræknu og stóridómur, 2004

42. Marsförin, 2005

43. Söguljóðið um hin fjögur fræknu, 2007

  • Bækur 1 til 26 komu út á íslensku frá 1977 til 1989 en ekki í réttri tímaröð miðað við bækurnar á frummálinu. Hinar bækurnar hafa ekki verið gefnar út á Íslandi. Georges Chaulet samdi einnig aðrar bækur, eins og Fantômette (smádraugurinn), Le petit Lion, (smáljónið), og fleiri.
  • François Craenhals kom að fjölmörgum teiknimyndasögum bæði sem teiknari og handritshöfundur, til dæmis Chevalier Ardent, (Ákafi riddarinn), Pom og Teddy og fleiri.