Hettusöngvari

Tegund fugls

Hettusöngvari (fræðiheiti: Sylvia atricapilla) er smávaxinn spörfugl af söngvaraætt.

Hettusöngvari
Karlkyns hettusöngvari
Karlkyns hettusöngvari
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Veldi: Heilkjörnungar (Eukaryota)
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Spörfuglar (Passeriformes)
Ætt: Söngvaraætt (Sylviidae)
Ættkvísl: Sylvia
Tegund:
S. atricapilla

Tvínefni
Sylvia atricapilla
(Linnaeus, 1758)
Dreifing S. atricapilla
Dreifing S. atricapilla
Samheiti

Flokkun

breyta

Eins og áður hefur komið fram er fuglinn af söngvaraætt og er því náskyldur öðrum fuglum í ættkvíslinni Sylvia, þar á meðal hauksöngvara, garðsöngvara og þyrnisöngvara ásamt fleirum.

Tegundin var áður á meðal maríuerlu í ættkvíslinni Motacilla (Linnaeus, 1758).

Lýsing

breyta
 
Karlfugl

Hettusöngvari er þéttvaxinn og svipar til garðsöngvara að byggð. Fuglinn er grár og er dökkur að ofan en ljósari að neðan, á karlfuglum er síðan lítil svört hetta. Á kvenfuglum er hins vegar stundum lítil ljósbrún hetta sem einnig má sjá á ungum karlfuglum. [1]

 
Kvenfugl

Dreifing og búsvæði

breyta

Hettusöngvarinn er algengur varpfugl í Evrópu, og má finna hann í öllum Evrópulöndum, að Íslandi einu undaskildu, á sumrin. [1] Hann er hins vegar árlegur flækingur til Íslands og hefur fundist í öllum landshlutum. [2]

Fuglinn almennt hefur vetursetu í Norður Afríku og Evrópu, þar sem hann er heilsársstaðfugl.

Heimildir

breyta
  1. 1,0 1,1 Lars Svensson, Killian Mullarney & Dan Zetterström (2023). Collins Bird guide 3ja útgáfa. HarperCollinsPublishers. bls. 314-315.
  2. Jóhann Óli Hilmarsson (2011). Íslenskur Fuglavísir, 3ja útgáfa. Mál & Menning. bls. 253.