Jórvíkurhertogi

(Endurbeint frá Hertoginn af York)

Jórvíkurhertogi eða hertoginn af York er aðalstitill (hertogatitill) í aðalsmannatali Bretlands. Fyrst var titillinn búinn til fyrir Játmund af Langley, yngri son Játvarðar 3., árið 1385. Frá 15. öld hefur titillinn venjulega verið veittur næstelsta syni Englandskonungs. Sambærilegur titill í aðalsmannatali Skotlands er hertoginn af Alba. Frá 1461, þegar afkomandi fyrsta hertogans varð Játvarður 4. konungur, hefur enginn þeirra tíu sem borið hafa titilinn nokkru sinni náð að arfleiða karlkyns erfingja að honum; Þeir hafa ýmist látist án erfingja eða orðið konungar.

Andrés prins, núverandi Jórvíkurhertogi

Núverandi Jórvíkurhertogi er Andrés prins, næstelsti sonur Elísabetar 2. Bretlandsdrottningar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.