Herfi
Herfi er verkfæri í landbúnaði til að brjóta upp og mylja yfirborð jarðvegs. Herfi er ólíkt plóg að því leyti að það vinnur ekki jarðveg eins djúpt. Oft er herfi notað á ökrum og túnum eftir að jarðvegur hefur verið plægður. Herfi er þá notað til að brjóta í sundur jarðvegsköggla og vinna jarðveg þannig að hann passi til sáningar. Gróf herfi eru einnig notuð til að rífa upp illgresi og þekja fræ eftir sáningu.
Það eru ýmsar tegundir af herfum og notuð mismunandi orð á íslensku: diskaherfi (disc harrows), gaddaherfi(tine harrows), keðjuherfi eða hlekkjaherfi (chain-harrows) og(chain-disc harrows) og tindaherfi/kraftherfi, tréblakkarherfi, spaðaherfi, saxherfi. Mosaherfi og illgresisherfi vísa til notkunar en slík herfi munu hafa verið gaddaherfi. Ávinnsluherfi eru herfi þar sem keðjur eða plankar eru dregnar eru yfir land á vorin til að mylja búfjáráburð (hrossatað, kúaskít og kindatað) niður í jarðveg. Það er kallað að slóðadraga.
Tindaherfi hafa verið í notkun víða um heim í mörg hundruð á, þau voru fyrst gerð úr trétindum og beitt fyrir uxa eða hesta eða dregin með handafli. Spaðaherfi og diskaherfi eru nýrri uppfinning. Hér er frásögn af túnavinnslu í kringum aldamótin 1900, túnið var plægt og jafnað um haust en síðan: „Næsta vor var svo byrjað að herfa flögin en það reyndist lítt vinnandi ver með herfi því er keypt hafði verið. Það var tindaherfi með beinum tindum ferköntuðum, tætti ekki plógstrenginn með grasrót nema að litlu leyti og gáfust flestir upp við það. Þá voru spaðaherfi og diskaherfi ekki komin til sögunnar og fengust ekki fyrr en 10-12 árum síðar.“
-
Fjaðraherfi
-
Gamalt tindaherfi frá Slóveníu
-
Diskaherfi frá 1868
-
Spaðaherfi
-
Herfi með spöðum(skóflum) sem snúast ekki
-
Keðjuherfi (samanfellt)