Hellisfjörður

Hellisfjörður er fjörður á Austfjörðum. Hann gengur inn úr Norðfjarðarflóa. Fyrir norðan í sama flóa er Norðfjörður (þar er bærinn Neskaupstaður), og fyrir sunnan er Víðisfjörður.

Frá 1901-1913 var norsk hvalveiðistöð rekin utarlega í firðinum. Fjörðurinn hefur verið í eyði frá 1952.[1]

Jörðin Hellisfjörður tekur yfir mestan fjörðin. Þá jörð keypti Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi árið 2000. Þegar Sigurjón seldi 2019 jörðina til Þjóðverjans Sven Jakobi nýtti ríkið forkaupsrétt og keypti jörðina á 40 milljónir.

TenglarBreyta

TilvísanirBreyta

  1. Gunnar Gunnarsson (19. júlí 2018). „Mikill áhugi á Hellisfirði“. Austurfrétt.