Helliseyjarslysið

sjóslys við Vestmannaeyjar árið 1984

Helliseyjarslysið var sjóslys sem varð árið 1984. Vélbáturinn Hellisey VE 503 fórst að kvöldi sunnudagsins 11. mars 1984 um kl. 23.00. Með Hellisey VE fórust: Hjörtur R. Jónsson skipstjóri, 25 ára, Pétur Sigurðsson, 1. vélstjóri, 21 árs, Engilbert Eiðsson, 2. vélstjóri, 19 ára, og Valur Smári Geirsson matsveinn, 26 ára. Guðlaugur Friðþórsson stýrimaður, sem var 22 ára gamall, komst einn lífs af.[1]

Guðlaugur Friðþórsson synti 5-6 km í svartamyrkri og köldum sjó til lands, eftir að Hellisey VE 503 fórst. Hann náði landi á austanverðri Heimaey og braust um úfið hraun til byggða. Fjórir skipsfélagar Guðlaugs fórust.[2]

Guðlaugssund

breyta

Ár hvert mætir fjöldi fólks í Íþróttamiðstöðina í Vestmannaeyjum til að synda þessa vegalend, samanlagt í hóp eða í heilu lagi sem einstaklingar. Hefur slíkt sund verið haldið hvert ár frá árinu 1985 fyrir tilstuðlan Friðriks Ásmundssonar, fyrrverandi skólastjóra Stýrimannaskólans í Vestmannaeyjum. Hann hefur haldið utan um móthaldið allar götur síðan.[3]

Meðal þeirra sem hafa þreytt sundið eru; Ólympíumeistarinn Jón Margeir Sverrisson

Minnisvarði

breyta

Milli Páskahella og Helgafells, í nánd við þann stað er Guðlaugur skreið á land, er minnisvarði um slysið. Minnisvarðinn er táknrænn að því leyti að Guðlaugur braut ís á baðkeri og fékk sér þar sopa af vatni.

Djúpið

breyta

Árið 2012 kom út kvikmynd úr smiðju Baltasar Kormáks sem bar nafnið Djúpið og byggir að hluta til á atburðinum.

Tilvísanir

breyta