Hekla (gosdrykkjagerð)

Hekla var gosdrykkjaverksmiðja sem var stofnuð í Reykjavík árið 1925, hún rann inn í Sanitas árið 1927.

Gils Sigurðsson og Þorsteinn Þorsteinsson stofnuðu gosdrykkja- og aldinsafaverksmiðjuna Heklu í Templarasundi 3. Varð starfsemin skammlíf og mun samkeppnisaðilinn Sanitas hafa fest kaup á Heklu á árinu 1927, þótt raunar hafi verksmiðjan enn verið með skráð símanúmer í Símaskránni fyrir árið 1930.

Á skömmum líftíma sínum auglýsti Hekla meðal annars sódavatn sem sagt var sérstakla gott við nábít og magakvillum. Langkunnasta afurð Heklu var þó gosdrykkurinn Póló, sem framleiddur var um áratuga skeið undir merkjum Sanitas.

Heimildir

breyta