Jafnheitt blóð

(Endurbeint frá Heitt blóð)

Jafnheitt blóð er eiginleiki dýra sem viðhalda jöfnum líkamshita, sérstaklega á innstu líffærum eins og lifrinni, miðað við yfirborðshita. Þetta felur ekki aðeins í sér hæfileikann til að framleiða hita, heldur einnig til að kæla sig niður. Dýr með jafnheitt blóð stjórna líkamshitanum með því að stjórna efnaskiptahraðanum (þ.e. með því að auka hraða efnaskiptanna þegar umhverfishiti lækkar).

Hitamynd sem sýnir slöngu með misheitt blóð éta mús með heitt blóð.

Jafnheitt blóð vísar til þrenns konar einkenna varmajöfnunar í líkamanum; hæfileikans til að viðhalda jöfnum líkamshita með innri aðferðum eins og til dæmis titringi vöðva, hæfileikans til að halda sama hita þrátt fyrir breytilegan umhverfishita og hröð efnaskipti í hvíld.

TenglarBreyta

   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.